Ástralía

Sydney að kvöldlagi
 

Nám í Ástralíu

Spennandi stórborgir, fallegar sandstrendur og einstakt náttúru- og dýralíf. Ástralía er bæði frábært land til menntunar og upplifana. Ástralskir háskólar eru þekktir fyrir góða kennslu og menntunarstig er hátt. Ekki skemmir fyrir að ástralskir háskólar leggja mikið uppúr að fá alþjóðlega nemendur í nám. Nældu þér því í góða menntun í Ástralíu!

Ástralía er ein af elstu heimsálfum heims. Ástralía er í dag fjölmenningarlegt samfélag og yfir 100 mismunandi þjóðernishópar hafa búsetu í Ástralíu. Mismunandi menningarsamfélög lifa saman í sátt og samlyndi, sem hefur hjálpað til við að skapa opið og umburðarlynt samfélag. Ástralir eru þekktir fyrir mikla gestrisni, sem þú sem alþjóðlegur nemandi munt fljótt kynnast.

Betra andrúmsloft en í Ástralíu er erfitt að finna og eru Ástralir einnig miklir útivistarunnendur. Ástralir elska íþróttir og þá sérstaklega vatnaíþróttir. Náttúran er afar fjölbreytt eins og þjóðin sjálf og eru yfir 500 þjóðgarðar og 7.600 km af frábærum strandlengjum.

En af hverju ætti ég að velja Ástralíu sem námsland?

Ástralía er orðið afar vinsælt land til menntunar á meðal alþjóðlegra nemenda. Að miklu leiti tilkomið vegna mikils úrvals menntunarleiða og alþjóðlegra staðla. Vegna þess hversu vel staðsett Ástralía er bjóða ástralskir háskólar upp á mikið námsúrval og búa yfir háu hlutfalli alþjóðlegra nemenda. Þess má geta að allir háskólar sem bjóða erlendum nemendum að koma til náms eru tryggðir af ástralska ríkinu.

Hafðu samband við okkur um Ástralía
Hafa samband
Ummæli
blog comments powered by Disqus
Contact