Griffith University

Nám í Griffith University - KILROY

Námsmannalífið í Brisbane og the Gold Coast

Stórborgir eru ekki alltaf stressandi og gráar - sérstaklega ekki í Ástralíu! Í Brisbane finnur þú afslappað andrúmsloft og græna garða. Borgin liggur við Gold Coast sem er 42 km löng sandströnd og hefur yfir 300 sólskinsdaga á ári!

Þú átt ekki eftir að eiga í vandræðum með að fylla dagana þína af allskonar ævintýrum frá morgni til kvölds. 

 

Mundu eftir því að kanna borgina og alla möguleika hennar, viðburði, matarupplifanir og göngurferðir í náttúrunni - ásamt því að kanna félagslífið í háskólanum eða borginni. 

Australia Brisbane Tamborine National Park

Brisbane er höfuðborg Queensland og er ein vinsælasta borgin í Ástralíu. Hún er staðsett um 70 km frá hinn frægu Gold Coas strandlengju sem er um 42 km löng og hefur um 300 sólardaga á ári. Þar getur þú leigt jet-ski, lært að sufa, hjólað meðfram strandlengjunni, farið í picnic eða sólað þig á ströndinni

Hvort sem þú ert að leita eftir ævintýralegri nótt úti í borginni, rólegu kvöldi á kaffihúsi, letidegi á ströndinni, snilldar tónleikum eða náttúru upplifun þá finnur þú það í Brisbane og á Goald Coast.

Námsmannalífið í Brisbane

Brisbane, sem er heimili 2 milljón manns, hefur nokkrum sinnum verið listuð á meðal þeirra borga sem best er að búa í og já það er nú einnig auðvelt að sjá. Borgin býður upp á alla þá félagslegu, menningarlegu afþreyingu sem þú getur hugsað þér. Ekki skemmir fyrir fegurð staðarins. Hvort sem þú sækir írskan pöbb heim, eða menningarlegt kaffihús, ævintýraferðir eða fjölbreytta tónlistarvettvanga, þá finnur þú allt þetta í Brisbane.  

Gold Coast er fyrsta flokks ferðamannastaður með frábærum þema görðum, gróðursælum friðlöndum, þjóðgörðum og nokkrum af bestu ströndum heims. Auk þess er hér að finna ótal marga alþjóðlega veitingastaði og menningarlega viðburði.

brisbane-skyline-reflection-in-water.jpg

Farðu og hittu heimamenn í Brunswick Street verslunarmiðstöðinni eða upplifðu bóhemískan lífstíl í West End þar sem þú finnur einnig lifandi tónlist á hverju götuhorni. Að auki, Westfield Chermside, stærsta verslunarmiðstöð Queensland, er staður sem þú þarft að heimsækja. Ef þig langar að skoða Brisbane í einni ferð þá er hop on hop off strætóar málið ásamt því að fara upp á Mt Coot-tha Lookout þar sem þú finnur einstakt útsýni yfir borgina.

Og til að blanda borgarlífið við náttúruna þá eru þar nokkrar náttúruupplifanir sem þú átt eftir að verða hugfangin af. Hvernig lýst þér á að fara í hvalaskoð í Hervey Bey eða heimsækja Lone Pine Koala Sanctuary. Ef þú hefur tíma þá mælum við með því að í stað þess að taka rútuna að ferðast til Lone Pine með bát - þannig færðu útsýni yfir borgina frá ánni. 

Australia Brisbane Lone Pine Koala Sanctuary

Eða ef þú ert frekar að leita að meira fjöri til að eyða tíma þínum á milli kennslu stunda getur þú leigt kajak og siglt niður Brisbane ánna eða reynt fyrir þér í klettaklifri og unnið the Kangaroo Point. Eða notið borgarinnar frítt með því að fara út að skokka, hjóla eða í gönguferð á “water highway”. Þú gætir einnig viljað heimsækja Southbank. Já það er nafnið á einu af háskólasvæði Griffith University, en þar finnur þú einnig grænt svæði og skemmtielga afþreyingu. Drífðu þig og njóttu dagsins!

Student life in Brisbane - South Bank walkway

Námsmannalífið á the Gold Coast

Á Gold Coast finnur þú marga skemmtilega markaði, afþreyingarmöguleika, bari og klúbba, heillandi garða og náttúru - skemmtun, skemmtun og meiri skemmtun. Þetta er fullkominn staður til þess að slaka á á ströndinni og njóta þess að horfa á skýjakljúfana.

Í miðjunni á þessar i sólríku strandlengur er klárlega lífríki og epíski staðurinn Surfers Paradise. Mildir vindar og fallegar öldur laða að bæði byrjendur sem og reynda surfara. Verslanir, kaffihús, tónlistarviðburðir og veitingastaðir við ströndina gera staðinn eftirsóknarverðann! Námsmannalífið getur ekki orðið betra en þetta!

Námsmannalífið á Goald Goast - KILROY

Þrisvar í viku (miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga), ef veður leyfir, færð þú tækifæri til að æfa þig í að prútta á markaðinum. Njóttu þess að ganga um og skoða skartgripi, föt, listmuni og annað sem leynist inná milli ásamt því að fylgjast með götulistamönnum, smakka góðan mat og njótta tilverunnar.

Eða ef þú ert frekar fyrir náttúruupplifanir þá getur þú nýtt tækifærið og drifið þig að Currumbin Wildlife Sanctuary og lært allt um villt dýralíf í Ástralíu. Sjáðu dýrin, lærðu um menningu innfæddra (Aboriginal) eða skráðu þig á High Robes námskeið. Hins vegar ef þú ert að leita að rólegri náttúruupplifun þá getur þú tekið skrefið in í regnskóginn (er í um 45 mín fjarlægð frá Surfers Paradise) og farið í göngu meðfram the Tamborine Rainforest Skywalk. 

Student life in Gold Coast - Tamborine Rainforest Skywalk

Námsmannaafslættir í Ástralíu

Mundu eftir International Student Identity Card (ISIC) kortinu þínu - sparaðu pening. Farðu út með vini þínum, verslaðu til að koma þér vel fyrir eins og raftæki og föt.

Með ISIC kortinu þínu færð þú aðgang að ýmsum fríðindum og afslættum um allan heim - bæði online og offline. Eða nýtt ISIC kortið sem innblástur og farið út og prófað nýja hluti á námsmannaafslætti

Hér finnur þú nánari upplýsingar um ISIC og ef þú ert ekki enn komin/n með það getur þú pantað það hér!

Veðurfarið í Brisbane og á Gold Coast

Veðurfarið í Brisbane og á Gold Coast er heitt allt árið um kring. 

Heittempraða loftslagið í Queensland er varla hægt að kalla annað en fullkomið, mildir vetur og heit sumur. Hitastigið liggur á milli 21 og 32 gráður yfir sumarið og 9 og 20 gráður yfir vetrartímann.

Yfir sumarið frá desembe til febrúar er loftslagið rakt og er hitinn í kringum 30°C. Yfir þann tíma getur einnig ringt nokkuð og stundum þrumuveður og flóð.

Yfir veturinn er vanalega þurrt og milt veður. Flestir dagar eru sólríkir með meðalhita í kringum 17°C. Í heildina hljómar það frekar vel að búa á austurströnd Ástralíu - þú þarft ekki að pakka vetrarjakkanum og þungu skónnum!

Student life in Brisbane - Explore both the urban and the natural environment in Brisbane

Road trip meðfram austurströnd Ástralíu

Langar þig að kanna austurströndina bak við stýrið? Leigðu bíl eða betra, húsbíl og skelltu þér í ævintýralegt ferðalag! Skipulegðu ævintýralegt eftir ströndinni eða taktu áskoruninni og keyrðu frá suðri til norðri. Hvert sem þú skipuleggur að fara þá átt þú eftir að upplifa einstakar minningar og heillandi náttúru. Við getum aðstoðað þig við að skipuleggja ævintýralegt ferðalag sem hefst hvar sem þú vilt.

Vilt þú nánari upplýsingar um Griffith University?
Hafðu samband!
Contact