Griffith University

Háskólasvæðin í Griffith University - KILROY

Húsnæði

Griffith býður upp á meira en 750 kúrsa og hýsir yfir 37.000 nemendur - og er því á meðal stærstu háskóla Queensland. Í Griffith eru yfir 8.800 alþjóðlegir nemendur í námi frá 119 löndum.

Gold Coast háskólasvæðið er kraftmikið og nútímalegt, og er staðsett í miðju "bushland" umhverfi. Gold Coast er stærsta háskólasvæðið með sirka 12.000 nemendur, 850 fastráðna kennara og stækkar óðum. 

Nathan háskólasvæðið liggur á 175 hekturum af "bush" svæði sem er yfirlýst náttúru friðland við hlið Toohey skóga við Nathan, sem er í 10 mínútna akstursfjarlægð frá miðborg Brisbane. 

South Bank háskólasvæðið er staðsett í miðjum menningarhluta Brisbane og er auðvelt að nálgast með almenningssamgöngum. South Bank var upprunalega stofnað fyrir The World Expo árið 1988.

Logan háskólasvæðið var opnað árið 1998 með upprunalega 530 nemendum. Í dag eru yfir 2.500 nemendur við nám á háskólasvæðinu. 

Mt. Gravatt háskólasvæðið byrjaði sem kennaraháskóli árið 1969 með 469 nemendur. Síðan þá hefur svæðið vaxið gríðarlega og hýsir í dag yfir 4.000 nemendur sem stunda kennsluréttinda nám aðallega í atferlisfræði og félagsvísindi.

Samgöngurnar

Á milli mismunandi háskólasvæða keyra þó nokkrar strætóleiðir sem nemendur geta nýtt sér. Mt. Gravatt og Nathan háskólasvæðin liggja í sirka 15 mínútna keyrslu frá miðborg Brisbane, á meðan South Bank svæðið er í stuttu göngufæri frá miðborginni. 

Strætóleiðirnar sem liggja meðfram vatninu bjóða uppá reglulega keyrslu frá Helensvale lestarstöðinni (til suðurs) og til Pacific Fair, Surfers Paradise og Southport (til norðurs). 

Húsnæði

Griffith býður uppá mikið úrval húsnæðis, á Gold Coast, Nathan og Mt. Gravatt háskólasvæðunum. Ef þú vilt frekar búa "off campus" getur Húsnæðissvið skólans aðstoðað þig við að finna rétta húsnæðið, t.d. íbúðir eða hús sem nemendur deila með sér, eða einstaklingsíbúðir. Flestir evrópskir námsmenn vilja helst deila húsnæði með öðrum námsmönnum.

Vilt þú nánari upplýsingar um Griffith University?
Hafðu samband!
Contact