Monash University

Háskólasvæði í Monash University
 

Nám í Monash University

Monash University er opinber háskóli í Melbourne, Ástralíu. Háskólinn er vel þekktur á alþjóðavísu og býður upp á fyrsta flokks nám, enda einn stærsti háskóli Ástralíu.

Monash University er einn stærsti háskóli Ástralíu með u.þ.b. 58.000 nemendur. Háskólinn býður upp á hágæða nám og fjölbreytta námsmöguleika. Monash University er einnig þekktur fyrir hagnýtt nám og eru miklir möguleikar fyrir nemendur skólans að fá lærlingsstöður innan viðkomandi sviðs meðan á námi stendur. Það gæti gert gæfumuninn þegar sótt er um starf í framtíðinni, þá sérstaklega á alþjóðavettvangi. Háskólinn er með sex háskólasvæði í og í kringum Melbourne. Nemendurnir koma frá yfir 100 mismunandi löndum, sem gerir Monash að einum alþjóðlegasta háskóla Ástralíu.

Monash er með frábært orðspor!

Tækni- og verkfræðideild Monash University er á meðal 20 bestu deilda heims og MBA námið eitt af því besta í Ástralíu. Monash University er meðlimur í "Group of Eight" sem er hópur ástralskra skóla sem eru þekktir fyrir gæði í rannsóknum, kennslu og skólastyrkjum.

Sérhæfing í Monash University

Monash er þekkt fyrir nám í vöruhönnun, arkitektúr, blaða- og fréttamennsku, lögfræði, tölvunarfræði, almannatengsl, stjórnun, músík, markaðsfræði, lyfjafræði, sálfræði og fleiru.

 

Vilt þú nánari upplýsingar um Monash University?
Hafðu samband!
Contact