Monash University

Námsmannalífið í Monash University

Monash University er staðsettur í Melbourne, höfuðborg fylkisins Victoria sem er önnur stærsta borg Ástralíu. Melbourne er mjög vinsæl borg til að læra í og borgin hýsir fleiri en 50.000 nemendur víðsvegar að úr heiminum. Melbourne hefur verið valinn besta borg í heimi til búa í. Borgin er hreinni, líflegri og öruggari en aðrar borgir.

Melbourne hefur gott loftslag og fallega almenningsgarða og götur. Íbúar Melbourne hafa ástríðu fyrir góðum mat og drykk og það eru yfir 3.000 veitingastaðir. Melbourne er einnig þekkt sem besta borg í Ástralíu þegar það kemur að tísku, næturlífi, tónlist, gríni, veitingahúsum, íþróttum og viðburðum. Rétt utan við borgina er að finna fallegar strendur og þjóðgarða.

Lífsstíll

Melbourne hefur verið nefnd sem einn af mest lifandi borgum heims á grundvelli menningar, loftslags, framfærslukostnaðar og félagslega aðstæðna. Einnig fyrir lága glæpastarfsemi og góða heilbrigðisþjónustu. Melbourne er lýst sem heimsborg, háþróuð með mörgum breskum hefðum.

Íbúafjöldi Melbourne

Í Melbourne borg búa aðeins rúmlega 3,8 milljónir manna. Borgin er vinsæl stúdentaborg og borgarlífið er undir áhrifum frá mörgum ungum nemendum og tveimur af minnihlutahópum Melbourne; Grikkjum og Ítölum. Melbourne borgarar eru mjög félagslyndir, þeir elska að mæta á kaffihús og veitingastaði og flestir þeirra eru milklir aðdáendur ástralska fótboltans.

Loftslag

Loftslagið í Melbourne er temprað og einkennist af mjög breytilegu veðri en það getur verið blautt og oft skýjað um tíma.

Vilt þú nánari upplýsingar um Monash University?
Hafðu samband!
Contact