Monash University

Námsmannalífið í Monash University

Monash er á sex háskólasvæðum í og í kringum Melbourne. Monash er einnig með campus í Malasíu, Suður-Afríku og einhverja "arma" í London og Parto, Ítalíu.

Háskólasvæðin í og í kringum Melbourne eru eftirfarandi:

  • Berwick (40 mílur frá CBD, downtown Melbourne)
  • Caulfield (10km frá CBD)
  • Clayton (22km frá CBD)
  • Gippsland (170km frá CBD)
  • Parkville (3km frá CBD)
  • Peninsula (43km frá CBD)

Aðstæður

Háskólasvæðið í Monash University býður upp á frábæra aðstöðu fyrir íþróttir og fjölda annara afþreyinga til að hafa sem virkast nemendalíf. Monash er með fyrsta flokks náms aðstöðu, hljóðlát svæði fyrir námslestur og framúrskarandi aðstöðu fyrir rannskóknir. Einnig eru víðtæk bókasöfn og tölvuver sem hægt er að finna alþjóðleg fréttablöð og önnur tæknileg úrræði bæði fyrir kennslu og verkefni.

Nokkur háskólasvæði á vegum Monash eru með verslunarmiðstöð sem hægt er að finna banka, pósthús, lækna, bókabúð, hárskera og ferðaskrifstofur.

Samgöngur

Monash University er staðsett nálægt almenningssamgöngum.

Húsnæði í Monash University

Monash University býður upp á húsnæði fyrir nemendur sína á Berwick, Caulfield, Clayton, Gippsland og Peninsula háskólasvæðunum. Háskólinn hjálpar einnig nemendum sínum með að finna húsnæði sem eru staðsett utan háskólasvæðisins (off-campus). Einnig er möguleiki að fá að vera hjá fjölskyldu (host-family) eða gefa þér samband við sér stúdentahúsnæði utan háskólasvæðisins. Flestir evrópubúar kjósa að búa í sér íbúðum saman með öðrum nemendum. 

Vilt þú nánari upplýsingar um Monash University?
Hafðu samband!
Contact