Queensland University of Technology

QUT nemandi
 

Nám í Queensland University of Technology (QUT)

Queensland University of Technology (QUT) er einn af nútímalegustu háskólum Ástralíu. Háskólinn er rómaður bæði heima fyrir sem og á erlendri grundu. Námsúrvalið er mikið og aðstaðan á háskólasvæðinu er til fyrirmyndar. Í skólanum er öflugt stúdentalíf og er skólinn vinsæll á meðal námsmanna frá Norðurlöndunum.

Er QUT háskóli fyrir þig?

QUT á sér langa sögu sem hefst þegar háskólinn byrjaði sem skóli fyrir tækni- og kennaranám í Queensland. QUT er þekktur undir gælunafninu "Háskóli fyrir hið raunverulega samfélag" af þeirri ástæðu einni að skólinn á í nánu samstarfi við samfélagið og nothæfar samtíma rannsóknir og kennslu. Fulltrúar frá samfélaginu og viðeigandi sérfræðingar hjálpa svo til við að þróa og styrkja námsframboðið og leggja hagnýtt viðhorf til fræðilegs náms.

Sérhæfing í QUT

QUT býður uppá mikið úrval náms innan eftirfarandi svæða: verkfræði, hönnun, arkitektúr, líftæknifræði, almannatengsl, fjarskipti, fjölmiðlafræði, kvikmyndir og sjónvarp, alþjóðafjármál, næringarfræði, markaðsfræði, sálfræði og heilsutengt nám. 

Heimasíða háskólans

www.qut.edu.au

Vilt þú nánari upplýsingar um Queensland University of Technology?
Hafðu samband!
Contact