Queensland University of Technology

Námsmannalífið í Queensland University of Technology

Brisbane er höfuðborg Queensland og er þriðja stærsta borg Ástralíu. Borgin liggur á svæði sem kallast South East Queensland sem teygir sig frá Sunshine Coast í norðri til Gold Coast í suðri. Áin Brisbane River hefur mikla landfræðilega þýðingu fyrir borgina. Meðfram ánni liggja fallegir almenningsgarðar, m.a. grasagarðurinn og gerviströnd sem liggur upp með ánni.

Lífsstíllinn

Borgin er kölluð "Brissy",  "Brisneyland" og "Bris Vegas" af heimamönnum - sem vísar til hins afslappaða lífsstíl borgarinnar. Borgin getur stolt flaggað heilum 290 sólskinsdögum um árið og því eyða heimamenn miklum frítíma utandyra, t.d. á ströndunum. Yfir árið er hægt að stunda hóbbíið sitt eins og t.d. köfun, vatnasport, fiska og hjóla, til að nefna nokkur.  

Fólkið

Í Brisbane og Gold Coast búa yfir 1.8 milljónir. Brisbane er talin ung borg þar sem meðalaldur er 33 ár. Hún er einnig afar fjölmenningarleg þar sem stór hluti íbúa koma frá Asíu.

Loftslagið

Borgin nýtur þægilegs suðræns loftslags með heitum og rökum sumrum á meðan vetur eru þurrir og tempraðir. Þrátt fyrir að sumrin geta orðið afskaplega heit er maður varinn gegn hitabeltisloftslaginu í norðurhluta Queensland. Heitasti mánuður ársins er janúar og er meðalhiti þá um 25 °C á meðan júní er kaldasti mánuður ársins með meðalhita sirka 15 °C.

Vilt þú nánari upplýsingar um Queensland University of Technology?
Hafðu samband!
Contact