Queensland University of Technology

Námsmannalífið í Queensland University of Technology

Gardens Point Campus liggur við Brisbane river í miðborginni, við hlið grasagarðsins og þinghúsið. Héðan er stutt að fara í verslanir, veitingahús, leikhús, söfn og fleira. Almenningssamgöngur eru skammt frá, s.s. ókeypis shuttle rútur, strætisvagnar, lestir og ferjur.

Kelvin Grove Campus er við fallegt svæði í aðeins 2km fjarlægð frá miðborg Brisbane. Háskólasvæðið býður uppá strætóferðir til og frá miðborginni og til Gardens Point Campus á 10 mínútna fresti. 

Aðstaðan

Gardens Point og Kelvin Grove háskólasvæðin eru hönnuð fyrir alþjóðlega námsmenn og er öll aðstaða til fyrirmyndar: t.d. bókasöfnin, kaffihúsin, íþróttavellirnir og félögin. 

Húsnæðið

QUT er með stúdentaíbúðir á Kelvin Grove campus. Byggingaþyrpingin sem íbúðirnar eru í heitir Kelvin Grove Urban Village og samanstendur af íbúðum fyrir einstaklinga þar sem þú samnýtir baðherbergi og eldhúsi með öðrum, og íbúðum fyrir þá sem vilja búa einir og borga þar af leiðandi hærri leigu. Húsnæðisdeildin við QUT aðstoðar einnig þá nemendur sem vilja inná hinn almenna markað. Almennt er auðvelt að finna íbúðir í Brisbane.

Vilt þú nánari upplýsingar um Queensland University of Technology?
Hafðu samband!
Contact