RMIT University

RMIT byggingin séð frá götunni
 

Nám í RMIT University

Royal Melbourne Institue of Technology (RMIT) er staðsett í hjarta Melbourne. Háskólinn er með framúrskarandi orðspor á alþjóðavísu og býður upp á fjölbreytt nám. Skólinn er þekktastur fyrir framúrskarandi rannsóknir og praktískt nám.

Nám fyrir þig?

RMIT University er ein af fremstu menntastofnunum Ástralíu. Háskólinn var stofnaður 1887 og hefur síðan orðin einn af stærstu háskólum í Ástralíu. Hann er þekktur fyrir framúrskarandi rannsóknir, fagmennsku og tæknilegt nám. 

Frábært orðspor RMIT 

RMIT hefur skapað sér gott orðspor á alheimsvísu fyrir framúrskarandi störf í rannsóknavinnu, fyrir verknámið sitt og fyrir virk tengsl við atvinnulíf og samfélag. Háskólinn hefur hlotið eftirfarandi viðurkenningar:  

  • Times Higher Education (THE), heimsþekktur og mikilsmetinn listi yfir bestu háskóla heims. RMIT var valinn nr. 200 árið 2007. 
  • Austrade Business Excellence award sem skólinn fékk árið 2003.

Sérhæfing í RMIT

Lofthelgi og loftsamgöngur, arkitektúr, listir og hönnun, verkfræði, viðskipti, IT, nám og þjálfun, heilsutengd fög, félagsfræði, stærðfræði, hugvísindi ofl.

Heimasíða háskólans

www.rmit.edu.au
 

Vilt þú nánari upplýsingar um RMIT University?
Hafðu samband!
Contact