RMIT University

Námsmannalífið í RMIT Univeristy

RMIT er í Melbourne sem er höfuðborg ástralska fylkisins Victoria og er næststærsta borg Ástralíu. Borgin er afar vinsæl námsmannaborg og hýsir yfir 50.000 námsmenn frá mismunandi löndum. Melbourne er talin vera sú borg sem veitir bestu lífsgæðin og er hrein og örugg.

Í borginni er gott loftslag ásamt fallegum almenningsgörðum og götum. Íbúar Melbourne elska mat og drykki og eru yfir 3.000 veitingastaðir í borginni þar sem einnig þeir matvöndu freistast. Borgin er líka talin mikil tískuborg og býður uppá skemmtilegt miðbæjarlíf með líflegri tónlist og útistemmningu. Rétt fyrir utan borgina eru svo góðar strendur og þjóðgarðar.

Lífsstíllinn

Melbourne hefur verið útnefnd sem ein af líflegustu borgum heims. Hún er mikil menningarborg, loftslag og lífsgæði eru góð og svo er lág glæpatíðni og gott heilbrigðiskerfi í borginni. Lífsstíllinn er heimsborgaralegur og fágaður og margir halda fast í gamlar breskar venjur.

Fólkið

Í Melbourne búa um 3,8 milljónir. Borgin er vinsæl námsmannaborg og götumyndin er því full af stúdentum ásamt grikkjum og ítölum sem eru meirihluti íbúa. Íbúar eru afar félagslyndir og opnir og njóta þess að hitta vini og kunningja á kaffi- og veitingahúsum borgarinnar.

Loftslagið

Loftslagið í Melbourne er temprað sjálvarloftslag, sem einkennist af afar breytilegu veðri með svöl sumur og milda vetur. Meðalhiti ársins er á bilinu 10 til 20 gráður. Mánuðirnir júní, júlí og ágúst eru vetrarmánuðirnir, nóvember, desember og janúar eru svo sumarmánuðirnir. 

Vilt þú nánari upplýsingar um RMIT University?
Hafðu samband!
Contact