RMIT University

Námsmannalífið í RMIT

RMIT er með nútímalegar og vel búnar rannsóknarstofur sem nýtast vel í verklegri kennslu og við rannsóknir. Háskólinn er einnig með góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkanna með það að leiðarljósi að skapa gott andrúmsloft innan háskólasamfélagsins.

RMIT University er með þrjú háskólasvæði í Melbourne og nágrenni:

  • City (aðalháskólasvæðið) (downtown Melbourne)
  • Bundoora (18 km frá CBD)
  • Brunswick (5 km frá CBD)

Þar að auki er RMIT með tvö háskólasvæði fyrir eftirfarandi nám:

  • Point Cook - atvinnuflugmannsnám (20 km frá CBD)
  • RMIT Hamilton -Hjúkrunarfræðinám
  • Eitt alþjóðlegt háskólasvæði í Víetnam (RMIT Vietnam)

Aðstaða

RMIT er með nútímalegar og vel búnar rannsóknarstofur sem nýtast vel í verklegri kennslu og við rannsóknir. Háskólinn er einnig með góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkanna með það að leiðarljósi að skapa gott andrúmsloft innan háskólasamfélagsins.

Samgöngur

Melbourne er með afar skilvirkt og þróað samgöngukerfi sem samanstendur af rútum, strætisvögnum, sporvögnum og lestum. Háskólasvæði RMIT liggja öll nálægt almenningssamgöngum. Aðalháskólasvæðið liggur þó næst stærstu rútu-, lestar-, og sporvagnslínunum. Melbourne er vel skipulögð borg og er því auðvelt að komast á milli staða á bíl (mundu þó að í Ástralíu er keyrt á vinstri vegarhelmingi).

Húsnæði

RMIT aðstoðar þig við að skipuleggja:

  • "Student apartment complexes", þar sem nemendur búa á háskólasvæðinu, eru í sameiginlegum íbúðum og búa í öruggu umhverfi.
  • "Homestay/full board" fyrir þá sem vilja prófa að búa hjá fjölskyldu og læra þannig meira um ástralska lífsstílinn og á sama tíma bæta sig í ensku. 
  • "Private student hostel accommodation", farfuglaheimili þar sem nemendur fá sitt eigið herbergi og eru svo með sameiginlegt bað, eldhúsog stofu.
  • "Share and rental accommodation", nokkrir nemendur leigja saman hús þar sem þeir deila eldhúsi, baði og stofu.
Vilt þú nánari upplýsingar um RMIT University?
Hafðu samband!
Contact