University of Technology, Sydney

Grasflötur fyrir utan skólan
 

Nám í UTS

Hefurðu áhuga á að læra í spennandi stórborg með fullt af flottum merkisstöðum, verslunum og skoðunarferðir rétt handan við hornið? Velkomin/n til Sydney! University of Technology Sydney (UTS) býður uppá mikið námsframboð innan hagfræði, arkitektúr, samfélagsfræði, heilsutengt nám og hönnun. Háskólinn er vel metinn og liggur í hjarta Sydney borgar, nánar tiltekið í fjármálahverfinu.

Nám fyrir þig?

University of Technology Sydney (UTS) býður uppá svokallað "practice-oriented" aðferð til þess að læra í ríku akademísku umhverfi. UTS fékk fimm stjörnu viðurkenningu frá QS Stars einkunargjöfinni. UTS hefur verið alþjóðlega viðurkenndur fyrir einstaklega góðar rannsóknir, kennslu og utanumhald. UTS er einstakt námssamfélag sem samankemur í 28 hæða hárri háskólabyggingu rétt hjá aðalbrautarstöðinni í einni af mest spennandi borgum heims. Hér ertu í göngufærði við fjögur hafnarsvæði, Óperuhúsið, Surry Hills, og hinn smarti Newtown er skammt frá. 

UTS er einn af stærstu háskólunum í Ástralíu með yfir 36.000 nemendur. Stór hluti þeirra eru alþjóðlegir nemendur sem skapa skemmtilegt námsumhverfi. Háskólasvæðinu er skipt í þrjú mismunandi námssvæði. Þú getur valið nám í viðskipafræði, hönnun, arkitektúr, kennaranám, verkfræði, mannfræði, félagsvísindi, IT, lögfræði, hjúkrunarfræði, fæðingarhjálp, heilsufræði og alþjóðafræði.

UTS eru stoltir af því að vera vel tengdir viðskiptalífinu en með því skapast mikið jafnvægi milli fræðilega og praktískra hluta innan námsins. Nám í UTS inniheldur verkleg verkefni, dæmatíma og vettfangsverkefni.

Í UTS eru margir erlendir nemendur og því er mjög áhugaverður blær yfir skólanum þar sem háskólasamfélagið litast svolítið af hinum og þessum menningarmun. Sydney er einnig ein fjölþjóðlegasta borg heims þannig í UTS hefur þú tækifæri á því að byggja alþjóðlegt tengslanet.

UTS er í 284 sæti yfir bestu háskóla heims samkvæmt QS World University Rankings en er í 31. sæti af 50 bestu nýju háskólum heims. Einnig er skólinn í topp 500 yfir Academic World Ranking Universities (Shanghai Jiao Tong Rankings 2012). Ennfremur er UTS metinn sem 12 besti skólinn í Ástralíu samkvæmt Times Higher Education Rankings 2012.

Háskólinn er einnig í miklum metum innan Ástralíu og hefur komið vel út í öllum þeim könnunum sem áströlsk yfirvöld hafa staðið fyrir. UTS er einnig einn af fimm háskólum í Ástralíu sem er hluti af "The Australian Technology Network" (LINK). Þessi hópur er í samstarfi við atvinnulífið og áströlsk yfirvöld að komast að praktískum lausnum.

UTS Viðskiptaskólinn er viðurkenndur hjá AACSB (The Association to Advance Collegiate School of Business).

UTS CRICOS Code 00099F

Heimasíða háskólans

www.uts.edu.au/international

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Technology, Sydney?
Hafðu samband!
Contact