University of Technology, Sydney

Námsmannalífið í University of Technology

Sydney er stærsta borg Ástralíu með yfir 4 milljónir íbúa. Borgin er einnig höfuðborg fylkisins New South Wales. Frægustu mannvirki Sydney er Óperuhúsið og brúin yfir Sydney höfn. Sydney er líka með flottar strendur eins og Manly, Bondi og Coogee strönd sem liggja bókstaflega í miðri borginni. Svæðið er ríkt af afþreyingu, óteljandi börum, næturklúbbum og kvikmyndahúsum.

Lífsstíllinn

Sydney er mikil fjölmenningarborg sem býður uppá skemmtilegt og fjölbreytt næturlíf, matarúrvalið er mikið vegna margra ólíkra þjóðfélagshópa í borginni og svo má ekki gleyma tónlistarútvalinu. Borgin er einnig alger verslunarparadís og mikil viðskiptaborg þar sem fjölþjóðleg fyrirtæki hafa reist bækistöðvar. 

Fólkið

Sydney, sem er með sirka 4,2 milljónir íbúa, er á meðal stærstu þjóðmenningarsamfélaga heims. Fólk frá yfir 180 löndum, sem talar yfir 140 tungumál, geta í dag kallað borgina heimili sitt.

Loftslagið

Í Sydney er temprað loftslag með heitum sumrum og mildum vetrum. Heitasti mánuður ársins er janúar og er meðalhitinn þá á bilinu 18,6 til 25.8 gráður. Vetur eru mildir og er kaldasti mánuður ársins júlí með meðalhita frá på 8 - 16 gráður.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Technology, Sydney?
Hafðu samband!
Contact