University of Technology, Sydney

Námsmannalífið í Sydney

Við verðum að vara þig en með því að stunda nám í Sydney eykur þú líkurnar á því að verða ástfangin/n af borginni. Fjölmenning, hvítar strendur, surf, fjölbreyttir viðburðir og fræg kennileiti - það bíða þín óteljandi afþreyingarmöguleikar í Sydney!

Námsmannalífið í Sydney

Sydney er afar fjölmenningarleg borg og býður, í samræmi við það, upp á gríðarlegan fjölbreytileika þegar kemur að matar- og menningarupplifunum. Að auki er stutt í náttúru- og dýraupplifun. 

Eitt af því besta við að stunda nám í Sydney eru allar strendurnar. Hvernig lýst þér á að geta lesið skólabækurnar á ströndinni? Við Sydney eru um 35 strendur og eru nokkrar af þeim bestu ekki nema í um 10 km fjarlægð frá miðbænum. Þú þarft því ekki að fara langt til að slaka á í sólinni eða upplifa frábært surf. Topp þrjár strendurnar eru Bondi, Manly og Coogee.

Lestu skólabækurnar á ströndinni - KILROY

Fullkomin  blanda af borgar- og strandlífi

Í Sydney finnur þú frábæra blöndu af borgar- og strandlífi. Á sólríkum degi er fullkomið að rölta um Sydney Harbour og taka svo ferjuna þaðan til Manly þar sem þú getur náð þér í D-vítamínsskammt dagsins. Önnur tillaga væri að taka strætó að Bondi þar sem þú getur slakað á í sandinum, verslað og upplifað frábæra matargerð á sama tíma og þú hlustar á ölduniðinn. 

4 afþreyingar fyrir námsmenn í Sydney

Í Sydney finnur þú mörg mismunandi hverfi sem öll hafa sín séreinkenni. Sem nemandi færð þú tækifæri til að rölta um og upplifa allt það sem þau hafa upp á að bjóða. Hér eru fjórar tillögur að afþreyingu í Sydney.

1. Botanical Garden
Námsmannalífið í Sydney - KILROY

Röltu um the Royal Botanic Gardens og njóttu útsýnisins. Að auki eru stundum haldnir tónleikar þar og er þá oftast frír aðgangur.

2. Gönguferð um ströndina 
Farðu í magnaða göngu um strandlengjuna á milli Bondi og Coogee - klassík sem klikkar ekki. 

3. Njóttu útsýnisins 
Það er magnað að horfa á óperuhúsið í Sydney og Harbour brúnna

4. Gakktu yfir Sydney Harbour brúnna
Harbour brúin - klifur

Gangan er frábær! Og ef þú þorir þá getur þú einnig klifrað upp bogann.

Námsmannaafslættir í Sydney

Með ISIC námsmannakortinu færð þú aðgang að yfir 40.000 fríðindum um allan heim og þar á meðal í Sydney. Náðu í ISIC appið og finndu frábæra afslætti í þínu næsta nágrenni. Sparaðu pening Sydney með ISIC. Þú finnur nánari upplýsingar um ISIC kortið hér.

Veðurfarið

Í Sydney er temprað loftslag með heitum sumrum og mildum vetrum. Heitasti mánuður ársins er janúar og er meðalhitinn þá á bilinu 18 til 25°C. Vetur eru mildir og er kaldasti mánuður ársins júlí með meðalhita á bilinu 8 - 16 gráður.

Leigðu bíl í Sydney

Ástralía hefur upp á svo margt að bjóða. Leigðu bíl eða enn betra húsbíl og skelltu þér í epískt road trip! 

Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar sem aðstoða þig við að skipuleggja ferðina og bóka bílinn.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Technology, Sydney?
Hafðu samband!
Contact