University of Technology, Sydney

Stúdentalífið í UTS

UTS City campus liggur í miðju viðskiptahverfi Sydney. Þessi 28 hæða hái skýjakljúfur er með kaffihús og bari auk kennslurýmisins. Hér geturðu lagt stund á allskyns vísindi, verkfræði, mannfræði og hönnun. Hinar ýmsu deildir skapa spennandi námsumhverfi með mismunandi smiðjum (workshops) og útstillingum.

Í nokkra mínútna fjarlægð frá China Town og Darling Harbour finnurðu háskólasvæðin Library og Markets þar sem hægt er að leggja stund á viðskipti og lögfræði. Í litlum bæ rétt fyrir utan borgina er svo háskólasvæðið Kuring-gai þar sem hægt er að leggja stund á hjúkrun og fleira.

Aðstaðan

á UTS háskólasvæðunum er hægt að finna hina ýmsu afþreyingu. Hér eru barir, veitinga- og kaffihús, líkamsræktarstöðvar, verslanir ofl. Námssamfélagið býður einnig uppá mismunandi félög og samtök sem hægt er að taka virkan þátt í. 

Samgöngurnar

Á milli háskólasvæðanna ganga Express strætisvagnar svo auðvelt er að komast á milli staða. 

Húsnæði

UTS er með mikið af stúdentaíbúðum um alla borg. Almennt er um að ræða sameiginlega íbúð með öðrum nemendum þar sem þú ert með sérherbergi en deilir baði og eldhúsi. Þú getur reiknað með sirka 150 AUD í mat og öðrum 150 AUD í leigu fyrir hverja viku. Þú getur einnig fengið aðstoð við að finna þér séríbúð frá húsnæðisdeild skólans. Húsnæðisdeild Háskólans býður upp á húsnæðistryggingu fyrir nemendur sem stunda skiptanám eða nám til styttri tíma. Deildin mun einnig hjálpa þér að finna húsnæði á almenna markaðinum. Vinsælt leigusvæði er Bondi Junction.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Technology, Sydney?
Hafðu samband!
Contact