University of Technology, Sydney

Upplýsingar um nám í UTS

UTS býður uppá mikið útval náms bæði á grunn- og framhaldsstigi. Vinsælustu námslínurnar eru viðskipti, arkitektúr, byggingarhagfræði, ásamt verkfræðilínum.

Staðreyndir:

  • Fjöldi nemenda: 36.300
  • Fjöldi alþjóðlegra nemenda: 9.470
  • Fyrsta misserið er frá febrúar til júní. Seinna misserið er frá júlí til nóvember. 

Námsgjöld

Inntökuskilyrði

UTS krefst góðrar meðaleinkunnar á framhaldskólastigi. Auk þess þarftu að hafa góða stúdentseinkunn í ensku eða fullnægjandi niðurstöður úr enskuprófi (TOEFL eða IELTS). 

IELTS & TOEFL (International)

TOEFL enskukunnáttuprófið er eitthvað sem skólinn krefst. Til að sjá hversu háa einkunn þú þarft skoðaðu þá þá gráðu sem þú ert að sækjast eftir á heimasíðu skólans. Sjá nánar hér: http://www.uts.edu.au/future-students/international/essential-information/entry-requirements/english-language-requirements

Styrkir

Viðskiptasvið UTS veitir 8 styrki að andvirði $5.000 ár hvert til alþjóðlegra nemenda í MBA námi skólans. Styrkirnir eru hugsaðir bæði fyrir núverandi og verðandi nenmendur skólans og eru veitir með tilliti til einkunna nemenda. Til að fræðast meira um styrki í UTS hafðu samband við KILROY.

Námslínur

UTS býður uppá mikið útval náms bæði á grunn- og framhaldsstigi. Vinsælustu námslínurnar eru viðskipti, arkitektúr, byggingarhagfræði, ásamt verkfræðilínum og alþjóðafræði. Sjá nánar hér að neðan:

Hvernig sæki ég um?

UTS University er ekki með umsóknarfrest, en við mælum með að þú sækir um í skólann sirka 3-4 mánuðum áður en misserið hefst. Ef þú vilt sækja um skólann eða vilt kynna þér málið betur geturðu haft samband við okkur hjá KILROY education. KILROY education getur svarað spurningum þínum, aðstoðað þig við umsóknina og veitt þér upplýsingar um önnur praktísk atriði.

Umsóknareyðublað

Vinsamlegast hafið samband við KILROY education.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of Technology, Sydney?
Hafðu samband!
Contact