University of the Sunshine Coast

Nám í Sunshine Coast

USC liggur við útjaðar bæjarins Maroochydore. Í bænum búa um 17.500 manns. Svæðið er þekkt fyrir góðar strendur og þá sérstaklega vegna hentugleika þeirra til brimbrettaiðkanna.

Einnig eru fallegir garðar og skógarsvæði allt í kring og mikið af góðum verslunum. Skemmtilegir hjólreiðastigar og göngustígar liggja svo meðfram allri ströndinni. 

Lífsstíllinn

Lífsstíllinn á Sunchine Coast er afar afslappaður og minnir um margt á dvalarstað ferðamanna. Hér eru góðar verslunargötur, hugguleg útikaffihús og skemmtilegir veitingastaðir.

Fólkið

Íbúar Sunshine strandar eru yfir 290.000 og árlega koma 50.000 túristar og annað fólk í hlutastörf. Heimamenn eru vinsamlegir og opnir. Svæðið er yfirfullt af ungu fólki sem nýtur heittempraða loftslagsins en auk þess draga íþróttagreinarnar að...flottar öldur og strendur fyrir brimbrettafólk, strandblak og línuskautar, sem fer fram á eða við ströndina. 

Loftslagið

Sunshine Coast svæðið liggur í hinu heimttempraða loftslagi þar sem sumur eru heit og rök og vetur eru mildir. Hæsti meðalhiti er sirka 29 gráður í desember og 21 gráða í júlí. Lægsti meðalhiti er frá 21 gráður í febrúar til 7 gráður í júlí.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of the Sunshine Coast?
Hafðu samband!
Contact