University of the Sunshine Coast

Stúdentalífið í University of the Sunshine Coast

USC er staðsettur á austurströnd Ástralíu, um 90 km norður af Brisbane sem er höfuðborg Queensland. Háskólasvæðið liggur skammt frá heimsþekktum brimbrettaströndum og stórum náttúrulífssvæðum. Svæðið er það opið að það er auðvelt að sjá kengúrur á stökki, jafnvel á milli nemenda á háskólasvæðinu.

Aðstaðan

Á háskólasvæðinu eru margskonar kaffihús og lesherbergi, listasmiðjur og tölvuherbergi sem nemendur fá frjálsan aðgang að og nota við grúppuvinnu og stór verkefni. USC býður einnig uppá mikla og góða aðstöðu til íþróttaiðkanna eins og t.d. íþrótta- og heilsumiðstöð, þar sem hægt er að heimsækja heilsuræktarstöðina, kaffihúsið eða sálfræðimiðstöðina. Önnur aðstaða er: stór íþróttahöll, íþróttavellir (fyrir ruðning, fótbolta, tennis og körfubolta ofl.)

Samgöngurnar

Hópferðafyrirtækið Sunbus keyrir reglulegar áætlunarleiðir á milli háskólasvæðisins og annarra áfangastaða á Sunshine Coast. Ekki svo ýkja langt frá háskólanum fara lestir (Rail-Bus) til meðal annars Brisbane.

Háskólinn ráðleggur nemendum að nota göngu- og hjólreiðastíga sem eru sérmerktir og eru á öllu háskólasvæðinu. Þessir stígar henta einnig afar vel undir ferðir til nærliggjandi bæja, t.d. Sippy Downs, Buderim og Mooloolaba.

Húsnæði

Við Chancellor Park eru þrjú svæði fyrir stúdentaíbúðir

  • Varsity Apartments
  • UniCentral
  • The Village

Allar íbúðirnar eru með húsgögnum og interneti. 

Í íbúðunum eru 4 svefnherbergi (það er hægt að fá eigið herbergi með eigið baði) með sameiginlegu eldhúsi og stofa. Á svæðinu er einnig hægt að grilla og fara í sund (bæði innan- og utanhúss), íþróttavellir fyrir tennis og blak. Lítill göngustígur liggur svo á milli bygginganna þriggja og háskólans, aðeins í stuttu göngufæri. 

Háskólinn hjálpar svo nemendur við að finna húsnæði ef áhugi er á að búa á öðrum svæðum eða í litlu bæjunum. Flestir evrópskir námsmenn kjósa að búa saman með öðrum námsmönnum við strendur og verslanasvæði.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of the Sunshine Coast?
Hafðu samband!
Contact