California State University San Marcos

Námsmannalífið í California State University San Marcos

California State University San Marcos er staðsettur á strandlengju suður Kaliforníu, en þar er frábært að búa á meðan þú stundar nám í Bandaríkjunum.

Nálægt háskólasvæðinu eru nokkrar af fallegustu ströndum Kaliforníu þar sem hægt er að surfa, synda og sigla. Skólinn er einnig nálægt fjöllum og eyðimörkum þar sem þú getur gengið, skíðað, hjólað og farið í útilegur. Það má segja að loftslagið þarna sé fullkomið því meðal hitastig yfir árið er frá 18 til 24°C sem gerir þér kleift að njóta útivistar allt árið um kring.

Borgin San Marcos býr yfir einstöku úrvali veitingastaða, verslana og afþreyingar. Vinsælir staðir til að versla og borða góðan mat eru m.a. Creekside Marketplace, Nordahl Center, Grand Plaza og Old California Restaurant Row en fleiri slík svæði eru í uppbyggingu, t.d. San Marcos Downtown Creek District, Palomar Station og University Village. Dæmi um spennandi staði í nágrenni borgarinnar eru hinn heimsfrægi San Diego Zoo Safari Park, Legoland, California Surf Museum og California Center for the Arts.

Einnig er mikið um leikhús, tónlistar- og listastofnanir í San Marcos. Leikhópur borgarinnar "Theatre West" setur upp framúrskarandi leiksýningar og California Center for Arts in Escondido býður upp á frábæra skemmtun og afþreyingu.

Íbúar borgarinnar koma frá mörgum mismunandi menningarheimum sem endurspeglast í fjölda alþjóðlegra markaða og veitingastaða. En þrátt fyrir þennan alþjóðlega blæ mun dvölin í CSUSM veita þér góða innsýn í hinn sanna Suður-Kaliforníu lífsstíl.

Háskólinn er staðsettur í 20 mínútna aksturs fjarlægð frá hinum frægu ströndum Carlsbad og Oceanside, 50 km norður af miðbæ San Diego sem er sá áttundi stærsti í Bandaríkjunum og frægur fyrir sína menningu, San Diego Zoo, Sea World, hafnarboltalið, ruðningslið og fótboltalið, og 150 km suður af Los Angeles þar sem þú getur heimsótt marga fræga staði eins og t.d. Hollywood, Beverly Hills og Disneyland.

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University San Marcos?
Hafðu samband!
Contact