California State University San Marcos

California State University San Marcos

San Marcos er í norðurhluta San Diego sýslu er örstutt frá ysi og þysi stórborga eins og San Diego og Los Angeles, en er staðsett í rólegri úthverfa-svæði þar sem u.þ.b. 55.000 manns búa. Háskólasvæðið er mjög stórt (heilir 304 hektarar), en það liggur í fjallsrótunum með útsýni yfir borgina sem skapar samhent samfélag. Háskólasvæðið er þægilega staðsett í göngufæri við matvöruverslanir, veitingastaði, heilsugæslu, apótek o.fl.

Aðstaða

Á háskólasvæðinu finnur þú glæsilega líkamsræktarstöð, körfuboltavelli, bókasafn, lítil kaffihús, Starbucks, heilsugæslu, þráðlaust net og hátækni (e. SMART) kennslustofur.

Samgöngur

Strætisvagnar og sporvagnar ganga á reglulegum tímum frá háskólasvæðinu og geta nemendur því ferðast létt milli staða í Kaliforníu og í önnur lestakerfi í Bandaríkjunum.

Húsnæði

Nemendum er boðið upp á íbúðir þar sem tveir eru saman í herbergi á háskólagörðunum. Það er hægt að fá að vera einn í herbergi gegn sérstöku gjaldi og ef það er pláss. Nemendur geta notað eldhúsaðstöðu í nemendagörðum eða keypt sér máltíðir hjá nemandafélagi skólans. Einnig er í boði fullbúin íbúð með húsgögnum, þar sem er fullbúið eldhús (eldavél með ofni, ísskápur, örbylgjuofn, uppþvottavél og geymsla), borðstofuborð er í stofu ásamt sófa, kaffivél og litlum borðum við sófa og hægindarstól. Nemendur geta einnig valið herbergi með flatskjá og auka geymslurými. Hér er einnig leikherbergi (e. game room), lærdómsaðstaða, inni- og útisvæði sem hægt er að láta sér líða vel, grillsvæði, sundlaug, þvottaaðstaða og þráðlaust net. Nemendur eru hvattir til þess að ganga frá íbúðarmálum með góðum fyrirvara. Nemendur geta einnig fundið sér gistingu í San Marcos eða nær ströndinni. Það er sérstök skrifstofa innan skólans sem kallast "Life & Leadership office" sem heldur utan um íbúðir fyrir utan háskólasvæðið og hjálpar nemendum sem eru að leita af herbergjum til að deila með öðrum eða að finna íbúðir til leigu. Einnig er hægt að vera hjá bandarískri fjölskyldu meðan á námsdvöl stendur.

Skólakynning

Fyrir hverja önn er skólakynning þar sem farið er yfir námið, húsnæðismál, heilbrigðismál, öryggismál, hvað maður gerir í neyð og aðrar almennar upplýsingar. Þessi kynning er haldinn viku fyrir fyrsta skóladag til þess að hrista hópinn saman og útskýra ofangreinda hluti og einnig verður gengið um skólann til að gefa nýnemendum strax betri mynd af skólanum. Nemendum er einnig bent á að fylgja þeim fyrirmælum sem eru í pakkanum sem það fær við samþykkt inn í skólann.

Afþreying nemenda

Alþjóðlegir nemendur hafa mörg tækifæri til að taka þátt í allskonar starfsemi innan skólans en það eru fleiri en 100 klúbbar í boði, svo sem leiklist, íþróttir, kór og akademískir klúbbar. "The International Friendship Program" er í boði fyrir nemendur til að koma saman alþjóðlegum og bandarískum nemendum og mynda menningartengsl. Í gegnum sér Facebook síðu geta nemendur haft samskipti við aðra nemendur áður en þeir koma til að mynda stuðningskerfi og svo eru oft skipulagðir alþjóðlegir dagar.

Starfsnám, "SERVICE LEARNING", Sjálfboðastarf

Nemendur geta tekið þátt í allskonar sjálfboðastörfum í gegnum skrifstofu "Community Service Learning" sem er ein af aðalsmerkjum skólans nær og fjær í Bandaríkjunum. Nemendur í viðskiptafræði tengdum greinum hafa þann möguleika að taka þátt í svokölluðu "Senior Experience" sem gerir þeim kleift að vinna með fyrirtækjum á svæðinu að praktískum stefnumótandi áætlunum.

 

 

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University San Marcos?
Hafðu samband!
Contact