Hawaii Pacific University

Winward Hawaii Loa Campusinn
 

Nám í Hawaii Pacific University

Hawaii Pacific University (HPU) býður uppá fjölbreytt nám og námsleiðir. Um 33% af nemendum eru alþjóðlegir námsmenn og er því námsumhverfið afar fjölbreytilegt og spennandi. Kennslan er afar persónuleg, kennararnir hjálplegir og svo býður skólinn upp á marga flotta afþreyingarmöguleika hvað varðar útivist og tómstundir.

Nám fyrir þig?

Hawaii - segir það ekki allt sem segja þarf? Suðrænn hiti og nokkrar af flottustu ströndum heims, hér geturðu virkilega notið frítíma þíns á milli námsverkefna. Honolulu býður uppá mikið af frístunda- og menningarlegri afþreyingu og þar að auki er lítil glæpatíðni í borginni. Námsmenn koma frá yfir 100 ólíkum löndum til að læra við HPU og þegar þeir ljúka námi hafa þeir eignast fullt af vinum alls staðar að úr heiminum. Einnig eru minningarnar fjölmargar frá paradísinni Hawaii.   

Orðspor: Hawaii Pacific University er viðurkenndur háskóli sem hefur öðlast mikillar virðingar í öllum Bandaríkjunum. Eftirfarandi umsagnir styðja þetta:

  • U.S. News & World Report lýsir HPU sem einum af "bestu háskólum Ameríku" með áherslu á "flesta alþjóðlega stúdenta" og "stærsta verðmætasköpunin".
  • Barron mælir með HPU sem "Besta valið á námi í háskóla (College)" umfram 3.900 aðra skóla í Bandaríkjunum.
  • The Princeston Review setur HPU á meðal "Best Western Colleges" og "Most worth Colleges".
  • Rugg's staðsetur HPU sem einn af top 100 skólum Bandaríkjanna.

Sérhæfing í Hawaii Pacific University

Á meðal náms sem boðið er uppá er almannatengsl (PR), hjúkrun, leiðtogafærni, markaðsfræði, sjávarlíffræði, sálfræði, fjármál, hagfræði, mannfræði, alþjóða viðskiptafræði, alþjóðavæðing, ferðamál og frumkvöðlanám. 

Heimasíða háskólans

www.hpu.edu

Vilt þú nánari upplýsingar um Hawaii Pacific University?
Hafðu samband!
Contact