Hawaii Pacific University

Nám í Honolulu

Honolulu býður upp á skemmtilegt andrúmsloft og veðurfar þar sem fólk hefur gaman af lífinu. Ekki skemmir fyrir að veðrið er mjög gott bæði á sumrin og veturna.

Hawaii Pacific háskóli er staðsettur í Honolulu, sem er á suðausturhluta eyjarinnar Oahu. Eyjagrúppan Hawaii liggur í sirka 4.000 kílómetra fjarlægð frá Vesturströnd Bandaríkjanna.

Lífsstíllinn

Lífsstíllinn á Hawaii er afar afslappaður. Oft er hægt að sjá bæði námsmenn og kaupsýslumenn ganga um í Hawaii skyrtum. Um helgar ferðast margir til strandanna eða í skemmtigarða og grilla með fjölskyldu og vinum. Það er oft hægt hægt að upplifa sögulega eða menningarlega hátíð þar sem eyjarbúar koma saman og skemmta sér.

Fólkið

Eyjan Oahu hefur um ein milljón íbúa, þar sem sirka 400.000 lifa í Honolulu. Íbúarnir eru frábær blanda af mörgum mismunandi menningarheimum sem hafa lært að lifa saman. Þessi þróun hefur haft mjög jákvæð áhrif á eyjuna og eru íbúarnir mjög vingjarnlegir og heilsa þér nánast alltaf. Einnig eru þeir eru mjög hjálpsamir og oftar en ekki fúsir til að kynnast nýju fólki.

Loftslagið

Hawaii er staðsett í suðrænni veðursæld. Veðrið er gott allan ársins hring og breytist aðeins lítilega á milli sumars og veturs. Meðalhiti er um 23 gráður á veturna en um 30 gráður á sumrin. Það er mjög sjaldgæft að það sé mikil rigning eða mikill vindur. Þó vill það gerast að það rigni meira í norðurhluta eyjarinnar, þar sem regnskógurinn er. 

Vilt þú nánari upplýsingar um Hawaii Pacific University?
Hafðu samband!
Contact