Hawaii Pacific University

Stúdentalífið í Hawaii Pacific University

Stúdentaíbúðirnar hjá Hawaii Pacific University eru að finna á Winward Hawaii Loa Campus. Einnig er hægt að finna íbúðir á Waikiki svæðinu. En flestir evrópskir námsmenn finna sér íbúðir á almenna markaðinum með öðrum námsmönnum.

HPU veitir námsmönnum það besta úr tveimur heimum - háskólasvæði í borginni Honolulu og á Winward sem liggur við rætur hinna fallegu Ko'olau fjalla. HPU býður auk þess uppá nám í nokkrum herstöðvum, í borginni Kapolei og við The Oceanic Institute.

Aðstaðan

HPU býður uppá afar sterkt íþróttanám með 10 samkeppnishæfum liðum í tennis, körfu, hafnabolta og golfi, svo eitthvað sé nefnt. Nýtískulegar rannsóknarstofur og kennslusalir eru gædd nýjustu tækni til að kennsla verði eins árangursrík og mögulegt er. 

Samgöngurnar

Samgöngukerfið á Hawaii er afar vel skilvirkt og eru rútur sem keyra of til allra horna eyjarinnar. Ferðalagið á milli Honolulu og Waikiki (þar sem margir námsmenn búa) tekur sirka 15-20 mínútur. HPH býður uppá ókeypis ferðir með litlum rútum á milli Honolulu Campus og Winward Campus á sirka 15 mínútna fresti.

Húsnæðið

Á HPU eru stúdentaíbúðir á Winward Hawai'i Loa Campus, en svæðið er þó pínu úr leið frá stúdentalífinu. HPU á svo í samstarfi við fyrirtæki sem bjóða uppá íbúðir á Waikiki svæðinu. Flestir evrópskir námsmenn kjósa að finna íbúðir á hinum almenna markaði saman með öðrum námsmönnum. 

Vilt þú nánari upplýsingar um Hawaii Pacific University?
Hafðu samband!
Contact