Hawaii Pacific University

Upplýsingar um nám í Hawaii Pacific University

HPU býður uppá yfir 50 námslínur í grunnáminu (bachelor nám) og 11 námslínur í framhaldsnáminu (meistaranám). Vinsælustu eru viðskiptafræði, hjúkrunarfræði og sjávarlíffræði.

Staðreyndir um Hawaii Pacific University:

  • Fjöldi nemenda: 9.000
  • Fjöldi alþjóðlegra nemenda: 1.600
  • Skólaárið: Hefst tvisvar á ári, í september og janúar. Möguleiki er á því að taka sumarnámskeið sem byrja í maí, júní og júlí.

Námsgjöld 2014

  • Nám til styttri tíma (1-2 annir) sirka $9.300 á önn (4 til 5 fög)
  • Grunnnám (Undergraduate) $9.990 á önn fyrir flestar gráður
  • Mastersnám (Graduate) sirka $6.400-$8000 á önn (12 credits)
  • MBA sirka $7.425 á önn (9 credits)
  • Marine Science Program $9.900 á önn (9 credits)

Inntökuskilyrði 

Sem inntökuskilyrði krefst HPU að umsækjendur hafi þreytt enskupróf (t.d. TOEFL) og GMAT eða GRE fyrir þá sem sækja um MBA nám.  Fyrir þá sem fara í skiptinám, er góð einkunn í ensku (sirka 8) á stúdentsprófi (mest 5 ára gamalt) eða meðmæli frá starfandi enskukennara sem getur staðfest enskukunnáttu viðkomandi.  Auk þess þarftu að framvísa læknisvottorði um hvort þú hafir fengið bólusetningu gegn misslingum, rauðum hundum eða sárasótt (MMR).

Námsstyrkir

Lestu meira um möguleika á styrkjum fyrir alþjóðlega námsmenn!

Námsgráður

HPU býður uppá yfir 50 námslínur í grunnáminu (bachelor nám) og 11 námslínur í framhaldsnáminu (meistaranám). Vinsælustu eru viðskiptafræði, hjúkrunarfræði og sjávarlíffræði. 

Hvernig sæki ég um?

Hawaii Pacific University er ekki með umsóknarfrest. Ef námið og skólinn heillar þig geturðu haft samband við KILROY sem er fulltrúi skólans á Norðurlöndunum. KILROY getur aðstoðað þig ef þú ert með spurningar um námið, umsóknarferlið og önnur praktísk atriði.

Umsóknareyðublað

Vinsamlegast hafið samband við KILROY

Lestu meira um þær námslínur sem þú getur valið hjá Hawaii Pacific University:

Vilt þú nánari upplýsingar um Hawaii Pacific University?
Hafðu samband!
Contact