Michigan State University

Nám í East Lansing, Michigan

East Lansing er fyrirmyndar háskólabær í Bandaríkjunum. Hann hefur upp á marga spennandi hluti að bjóða, en á sama tíma er þetta lítill bær fullur af spennandi búðum, veitingastöðum og samkomustöðum.

East Lansing er staðsettur í suður Michigan, nokkrum mílum frá höfuðborg ríkissins Lansing. East Lansing heldur margar lista, matar, tónlistar og kvikmyndarhátíðar.

Michigan er umkringt the Great Lakes, sem hefur mikla sögu sem og menningarlegar minjar, fallegar strendur, skíðabrekkur, og spennandi borgir. Nemendur geta auðveldlega skoðað nálægar borgir. Detroit er í 75 mínútna fjarlægð með bíl, Chicago er í 3.5 tíma fjarlægð með bíl og Toronto í Kanada er í 4.5 tíma fjarlægð með bíl.

Samgöngur

Campus (háskólasvæðið) er í 15 mínútna fjarlægð frá Lansing Capital City flugvellinum og í 75 mínútna fjarlægð frá Detroit Metropolitan flugvellinum. Öruggt og einfalt strætisvagnakerfi er starfrækt frá háskólasvæðinu. Nemendur geta keypt miða daglega, vikulega eða kost sem gilda alla önnina. Hjólaleiga/kaup eru líka vænlegur kostur og er staðsett á háskólasvæðinu og í East Lansing.

Loftslag

East Lansing hefur sólskinsrík og heit sumur og snjóþunga vetur. 

  • Meðalhiti í ágúst (Haustönn): 26.5°C
  • Meðalhiti í janúar (Vorönn): 0 C
Vilt þú nánari upplýsingar um Michigan State University?
Hafðu samband!
Contact