Michigan State University

Nemendalífið hjá Michigan State University

MSU háskólasvæðið er stórt. Mjög stórt. En þegar þú ert komin/n þangað áttar þú þig fljótt á að þetta er eins og lítill gönguvænn bær, með vinalegu fólki og mikið af grænu svæði. Þar er á sem rennur í gegn um hverfið og lætur þér líða eins og þú sért heima hjá þér. Það mun ekki taka þig langan tíma að finna þér þinn uppáhalds stað þar sem þú munt læra, borða og slaka á með vinum þínum.

Húsnæði

MSU er með eitt stærsta heimavistarsvæði í öllum Bandaríkjunum. Nemendur sem vilja búa á háskólasvæðinu munu búa í þessum íbúðum, venjulega deila þeir herbergi með amerískum nemenda. Nemendur velja sér svo matarplan. 

Margir alþjóðlegir nemendur velja að finna sér eigin húsnæði utan háskólasvæðissins. MSU getur aðstoðað nemendur með að finna leigumiðlanir. 

Nemendafélög og aðstoð

MSU starfrækir Study Abroad teimi sem aðstoðar nemendur með allar þarfir þeirra áður en þeir mæta á svæðið, á meðan þeir eru í námi og eftir námsdvölina. MSU hefur yfir 550 skráð nemendafélög sem þýðir bara eitt, það er eitthvað fyrir alla!

Það eru margar tegundir af íþróttum í boði í gegn um skólaárið. Nemendafélög keppa við önnur félög utan skólans og er nemendum study abroad velkomið að taka þátt!

Vilt þú nánari upplýsingar um Michigan State University?
Hafðu samband!
Contact