Santa Barbara City College

Stúdentalífið í Santa Barbara City College

Santa Barbara City College er á frábærum stað rétt hjá sjónum! Frá skólalóðinni getur þú notið þess að horfa á sjóinn og fallegu strendurnar, skólinn er einnig nálægt miðborginni.

Aðstæður

Hjá SBCC eru mörg kaffihús og staðir til að slaka á og njóta sín. SBCC er einnig með góða aðstöðu hvað varðar íþróttahús og líkamsræktarstöð. Það eru fullt af allskonar klúbbum og félagasamtökum innan skólans sem hægt er að taka þátt í eins og t.d. leikhúshópar og íþróttalið. Einnig er margt hægt að gera utan háskólasvæðisins í Santa Barbara borg. 

Húsnæði

Skólinn bíður ekki upp á húsæði fyrir nemendur sína á háskólasvæðinu, en það eru fullt af stúdentaíbúðum í borginni. SBCC hjálpar erlendum nemum og gefur gefur þér þá hjálp sem þér vantar til að finna íbúð. SBCC hjálpa meira segja til við að finna herbergisfélaga.

Vilt þú nánari upplýsingar um Santa Barbara City College?
Hafðu samband!
Contact