Málaskóli á Möltu

Langar þig að læra ensku á Möltu?
Í samstarfi við EF býður KILROY enskunámskeið á Möltu. Eyjan liggur suður af Ítalíu, og er í miðju Miðjarðarhafi. Því er tær sjór allt í kring og eyjan einkennist af fallegum ströndum. Mikið af ungu fólki streymir til Möltu og eyjan er vinsæll áfangstaður fyrir þá sem vilja læra ensku í notalega loftslagi. Á Möltu er einnig að finna fjölbreytta afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri.

EF skólinn er í miðbæ St. Julians, í göngufjarlægð við ströndina, fjölda veitingahúsa, kaffihúsa sem og eitt stærsta kvikmyndahús Möltu.

Kennslustofurnar eru nútímalegar og loftkældar. Í skólanum er einnig þægileg setustofa og verönd sem nemendur sækja í milli kennslustunda.

Eftir kennslu er tilvalið að rölta niður á strönd,  baða sig í sólinni og synda í sjónum.  EF Beach Club er einnig tilvalinn staður til að hitta aðra nemendur, spjalla og skipuleggja kvöldið eða helgina. 

Langar þig að læra ensku á Möltu?
Hafðu samband við KILROY!

 

 

Contact