Um málaskóla

Málaskólar með KILROY
Langar þig að læra nýtt tungumál, prófa að búa í öðru landi og eignast vini víðsvegar að úr heiminum? Þá er málaskóli eitthvað fyrir þig! KILROY býður upp á frábæra málaskóla um allan heim.

Málaskólar með KILROY

Við hjá KILROY bjóðum upp á frábæra málaskóla um allan heim. Þú getur lært

Hér að neðan eru gagnlegar upplýsingar um tungumálanám og málaskóla erlendis, en ef þú vilt fá ítarlegar upplýsingar um ákveðinn skóla eða verðdæmi skaltu hafa samband við ferðaráðgjafa.

Langar þig að fara í málaskóla?
Hafðu samband við KILROY!

 

Tungumálanám fyrir byrjendur og lengra komna

Málaskólar eru bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Margir fara í málaskóla til þess að læra alveg nýtt tungumál en við bjóðum einnig upp á námskeið þar sem þú getur bætt kunnáttu þína í ákveðnu tungumáli og lært að tala betur og skilja meira. 

Lærðu ensku í London með KILROY!

 

Lærir mikið - skemmtir þér líka! 

Við hjá KILROY leggjum mikið upp úr því að skólarnir okkar séu með fyrsta flokks kennslu. Það er þó staðreynd að það skiptir líka miklu máli að njóta sín og skemmta sér. Áherslan er því á góða kennslu en einnig frábært félagslíf. 

Vanalega er kennslan hálfan daginn og afþreying hinn hluta dagsins, t.d. til að hrista hópinn saman, kynna menningu landsins sem þú dvelur í og gefa þér tækifæri til að nýta tungumálið. 

Það er mismunandi eftir skólum hvað er gert og þú ert aldrei skyldug/ur til þess að taka þátt - en við mælum með því.

Að læra nýtt tungumál á morgnanna og slappa af á ströndinni eftir hádegi - ekki slæmt!
 

Flottir málaskólar - frábær staðsetning

Staðsetning skólanna fer eftir áfangastað og úrvalið er mikið. Þú getur valið um að vera miðsvæðis í stórborgum, alveg við sólarströnd, inni í skógi o.s.frv. Lang flestir skólarnir eru miðsvæðis í borgunum eða mjög vel staðsettir fyrir hverskonar afþreyingu. 

Stöðupróf

Venjan er sú að við komu tekur þú stöðupróf, en það er gert til þess að skilgreina á hversu mikið þú kannt í tungumálinu. Það er þó engin ástæða til þess að vera stressuð/aður því þetta er gert til að setja þig í bekk með fólki sem kann álíka mikið og þú í málinu. Þannig munt þú læra sem mest. 

Námskeið 

 

EF málaskólar

  • Grunn-námskeið: 20 Kennslustundir
  • Almennt námskeið: 26 kennslustundir
  • Intensive námskeið: 32 kennslutundir

Sprachcaffe

  • Grunn-námskeið: 20 kennslustundir
  • Intensive námskeið: 30 kennslustundir

Gisting

Það eru ýmis möguleikar í boði, en þeir eru mismunandi eftir skólum. Algengast er að þú getir valið á milli eftirfarandi:

  • Gist hjá fjölskyldu - Nemendur geta valið að búa hjá fjölskyldum sem eru sérstaklega valdar af starfsfólki málaskólanna. Hjá fjölskyldu er hægt að óska eftir því að vera ein(n) í herbergi eða deila herbergi með öðrum nemenda.
  • Heimavist - Á heimavist skólanna búa nemendur alls staðar að úr heiminum saman. Þú getur valið um einstaklingsherbergi eða að deila herbergi með einum til þremur öðrum nemendum.
  • Skólagarðar - Á skólagörðum býrð þú á skólasvæðinu og færð því skólalífið beint í æð.  Þú getur valið um einstaklingsherbergi eða að deila herbergi með einum til þremur öðrum nemendum.

Athugið að stundum leggst ákveðið aukagjald á vissar tegundir gistingar. Einnig er vert að vita að nemar af sama þjóðerni gista ekki hjá sömu fjölskyldu eða í sama herbergi nema sérstaklega sé óskað eftir því. Þetta er gert til þess að tryggja að þú sért ekki eingöngu að nota þitt móðurmál utan kennslustofunnar og verður til þess að þú lærir nýja tungumálið hraðar og betur.

KILROY býður upp á frábæran málaskóla í Boston

Fæði

Í mörgum skólum og í ákveðnum gistimöguleikum geturðu valið um að vera í hálfu fæði, fullu fæði, bara morgunmat eða sjá um allan þinn matur sjálf/ur. Nánari upplýsingar færðu hjá sérfræðingum okkar.

Brottfarir

Flest námskeið byrja alla mánudaga og gisting er frá sunnudegi, því fljúga flestir út sunnudeginum áður.

Intensive og almennu námskeiðin hefjast alla mánudaga.
Grunn námskeiðin hefjast alla mánudaga í júní, júlí og ágúst.
Önnur námskeið hafa sérstaka upphafsdaga. 

Lengd dvalar

Námskeiðin eru frá 2 vikum upp í 52 vikur.

Móttaka á flugvelli við komu:  Nemendur geta óskað eftir að láta fulltrúa skólans sækja sig á flugvöllinn. Þetta kostar aukalega.

Hér sérðu alla þá málaskóla sem KILROY býður upp á.

Verð 

Öll verð miðast við tveggja vikna grunnnámskeið og er mismunandi gisting hverju sinni. *Athugið að gjöld geta lagst á vegna sumaranna. 

Bretland - Málaskólar

Frá 161.400 kr.
Bretland - Málaskólar
frá 2 vikum
Ef þig langar að bæta enskukunnáttu þína þá bjóðum við upp á mikið úrval
Hafa samband Frekari Upplýsingar

Bandaríkin - Málaskólar

Frá 189.000 kr.
Bandaríkin - Málaskólar
frá 2 vikum
Það er frábær upplifun að læra ensku í Bandaríkjunum. Kynntu þér málið.
Hafa samband Frekari Upplýsingar

Frakkland - Málaskólar

Frá 121.800 kr.
Frakkland - Málaskólar
frá 2 vikum
Langar þig til þess að læra frönsku? Hvernig hljómar París eða Nice? Kynntu þér málið.
Hafa samband

Spánn - Málaskólar

Frá 103.100 kr.
Spánn - Málaskólar
frá 2 vikum
Viltu læra spænsku? Kynntu þér málið eða hafðu samband við ferðaráðgjafa
Hafa samband

Malta - Málaskólar

123.200 kr.
Malta - Málaskólar
Viltu læra ensku á Möltu? Kynntu þér málið og hafðu samband við ferðaráðgjafa
Hafa samband Frekari Upplýsingar

Kúba - Málaskólar

134.200 kr.
Kúba - Málaskólar
Það er frábært að geta lært spænsku á Kúbu og dansa salsa þar á milli. Kynntu þér málið.
Hafa samband

Vilt þú fara í málaskóla?
Sendu okkur tölvupóst!

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk KILROY á Íslandi

 

Málaskólar um víða veröld - KILROY

Contact