Kynning á námi í Englandi

Skrifstofa KILROY, Reykjavík
Kynning á námi í Englandi
Langar þig að stunda nám í Englandi? Miðvikudaginn 29. mars klukkan 17:30 verður námskynning á vegum KILROY á háskólanámi í Englandi þar sem fulltrúi frá Bournemouth University mun koma og halda stutta kynningu á skólanum.

Nú er tækifæri til þess að fá frekari upplýsingar um nám í Englandi.  

Það eru margar spurningar sem vakna við skipulagningu á námi erlendis og ætlum við að reyna að svara sem flestum:

  • Hver er umsóknarfresturinn?
  • Hvaða háskóla ætti ég að velja?
  • Hvernig finn ég starfsnám?
  • Hvernig er með tryggingar?
  • Hvernig finn ég húsnæði?
  • Hvað get ég gert í frítíma mínum?
  • Hversu góð þarf enskukunnátta mín að vera?
  • Þarf ég að taka tungumálapróf?

Fulltrúi frá samstarfsháskóla okkar, Bournemouth University, kemur til landsins og heldur stutta kynningu á þeim möguleikum sem standa þér til boða í skólanum. Athugaðu að skráning stendur enn yfir og gætu því fleiri skólar bæst við.

Eftir það verður hann ásamt sérfræðingi okkar í námi erlendis innan handar til að spjalla við þig og svara þeim spurningum sem gætu komið upp.

Tími og staðsetning

Dagsetning: Miðvikudaginn 29. mars 2017

Staður: Skrifstofa KILROY, Lækjartorg 5 , 101 Reykjavík

Tími: Kynning frá 17:30-19:00.

Spjall: 19:00-19:30

Athugaðu að takmörkuð sæti eru í boði svo við biðjum þig um að skrá þig hér að neðan.

Við hlökkum til að hitta þig!

Skráning á viðburðinn

 

 

 

Aðeins fá pláss laus

Skráðu þig
Contact