• mar.09

    Skóli marsmánaðar - Monash University

    Eftir Baldur
    Monash University er opinber háskóli og er að finna í Melbourne, hann er bæði vel þekktur og býður upp á fyrsta flokks nám.

    Monash University er einn stærsti háskóli Ástralíu með um 58.000 nemendur í heildina. Háskólinn býður upp á hágæða nám og allskonar námsmöguleika. Monash University er einnig þekktur fyrir hagnýtt nám og eru miklir möguleikar að fá lærlingsstöður innan viðkomandi sviðs meðan á námi stendur. Það gæti gert gæfumuninn þegar sótt er um starf í framtíðinni, þá sérstaklega á alþjóðavettvangi. Háskólinn er með sex háskólasvæði í og í kringum Melbourne. Nemendurnir koma frá yfir 100 mismunandi löndum, sem gerir Monash að einum alþjóðlegasta háskóla Ástralíu.

Hafa samband