Stine - Nemandi í Thompson Rivers University

Stine - Nemandi í Thompson Rivers University

Nafn: Stine Bleeg Christiansen
Aldur: 23
Heimabær/Land: Ribe, Danmörk
Fyrsta tungmál: Danska
Nám: BA í Sálfræði

Hvað munt þú muna eftir að hafa stundað nám í TRU?

Öll reynslan á því að vera hérna er eitthvað sem ég mun muna eftir til æviloka. Ég mun muna eftir skólaliðinu TRU Kvennablak sem ég spilaði fyrir og öllum þeim vinskap sem ég öðlaðist á og fyrir utan völlinn. Mér finnst ég hafa upplifað Kanada innanfrá því ég var partur af blakliði skólans. Ég æfði nánast alla daga og fékk að sjá meirihlutan af vestur Kanada á öllum þeim ferðalögum sem liðið fór, eins og t.d. Alberta, Saskatchewan og Manitoba. Ég mun muna eftir fallega landslaginu í Kamloops og einnig kennurunum mínum sem ég hef lært mikið af.

Hvernig fannst þér TRU and Kamloops svona fyrst þegar þú komst?

Mér fannst landslagið ótrúlegt þar sem við höfum engin fjöll í Danmörku. Þannig fyrir mig, voru allar brekkurnar voru eins og fjöll! Mér líkaði við skólann en hann var ekki svo stór, sem gerir það að verkum að ég gat fundið allt mjög fljótlega. Staðurinn hefur margt upp á að bjóða og þegar veðrið var fallegt, þá fór ég oft út að labba í almenningsgarðinum niðri í bæ eða spilaði tennis.

Hvað myndir þú segja við annan frá norðurlöndunum sem er að hugsa um að fara í TRU?

Ég myndi segja að sá aðili ætti pottþétt að koma hingað, bara að upplifa það að búa í annari menningu og fara í skóla í öðru landi er ómetanleg reynsla - ekki bara fyrir framtíðarstarf heldur líka bara fyrir þig sem ert að mótast sem persóna. Borgin er lítil en innileg og það eru barir, kaffihús, klúbbar og tónlist þannig þér leiðist aldrei.

Hver eru þín plön eftir að þú útskrifast frá TRU?

Ég fer til baka til Danmerkur og mun klára gráðuna mína í sálfræði og ég er að plana að halda síðan áfram í námi, master og Ph.D. Síðan vil ég vinna að rannsóknum sem varðar sálfræðina og kenna.

Hvernig hefur tími þinn hjá TRU hjálpað þér að ná markmiðum þínum?

Ég tók mjög marga sálfræðitíma hér sem ég get síðan fengið metið heima í Danmörku. Ég er mjög þakklát fyrir allt það sem að vera nemandi TRU hefur kennt mér um sjálfan mig. Að læra í öðru landi er alltaf frábær reynsla!

 

Hafa samband