Spennandi námsstaður: California State University San Marcos

Spennandi námsstaður: California State University San Marcos

Dreymir þig um að læra í hinu sólríka Kaliforníufylki í Bandaríkjunum? KILROY hefur nýlega tekið inn nýjan samstarfsskóla að nafni California State University San Marcos.

 

California State University San Marcos liggur í hjarta Suður-Kaliforníu og mjög nálægt ströndinni. CSUSM býður upp á framúrskarandi námsleiðir og frábæra aðstöðu til að læra í öruggu og fallegu umhverfi.

Afhverju að læra í California State University San Marcos?

  • Vinsælt nám í bæði tölvunarfræði og viðskiptafræði
  • Frábær aðstaða og staðsetning
  • Gott nám á góðum kjörum

CSUSM er tiltölulega lítið háskólasvæði og því lítið mál að koma sér milli tíma og er að sama skapi mjög öruggt og persónulegt nemendaumhverfi. Háskólinn stenst allar þær kröfur sem nútíma háskólar þurfa að standast í dag hvað varðar tækni og aðstöðu fyirr nemendur. Það er mikil áhersla lögð á góða kennslu og það er hægt að stunda mikið úrval af námsfögum þér til hagsbótar fyrir framtíðina. CSUSM eru einnig mjög stoltur að því að veita góða stoðþjónustu við sína nemendur.

Þú getur fengið bæði framfærslu- og skólagjaldalán hjá LÍN ef þú stundar nám hjá CSUSM. Ef þú ert með stúdentspróf og sækir um hjá skólanum færðu svokallaðan "Sophomore Status" sem gerir þér kleift að byrja námið á öðru ári og því útskrifast eftir 3 ár í staðinn fyrir 4 ár. Einnig þarftu ekki að taka enskukunnáttupróf eins og TOEFL ef þú hefur yfir 7 í meðaleinkunn í ensku á stúdentsprófi. 

Fullkominn staðsetning

Þú færð í raun það besta úr tveimur heimum með því að læra hjá CSUSM. Háskólasvæðið er rólegt og öruggt en það er aðeins 35 mínútna akstur til stórborgarinnar San Diego. Síðan er skólinn einnig aðeins 20 mínútum frá einum af bestu ströndum Kaliforníu þar sem þú getur surfað, synt eða siglt um.

Húsnæði

Nemendum er boðið upp á íbúðir þar sem tveir eru saman í herbergi á háskólagörðunum. Það er hægt að fá að vera einn í herbergi gegn sérstöku gjaldi og ef það er pláss. Nemendur geta notað eldhúsaðstöðu í nemendagörðum eða keypt sér máltíðir hjá nemandafélagi skólans. Einnig er í boði fullbúin íbúð með húsgögnum, þar sem er fullbúið eldhús (eldavél með ofni, ísskápur, örbylgjuofn, uppþvottavél og geymsla), borðstofuborð er í stofu ásamt sófa, kaffivél og litlum borðum við sófa og hægindarstól. Nemendur geta einnig valið herbergi með flatskjá og auka geymslurými. Hér er einnig leikherbergi (e. game room), lærdómsaðstaða, inni- og útisvæði sem hægt er að láta sér líða vel, grillsvæði, sundlaug, þvottaaðstaða og þráðlaust net. Nemendur eru hvattir til þess að ganga frá íbúðarmálum með góðum fyrirvara. Nemendur geta einnig fundið sér gistingu í San Marcos eða nær ströndinni. 

Viltu vita meira um California State University San Marcos?
Hafðu samband við okkur

 surfing.jpg

uni3.jpg

California State University of San Marcos

California State University of San Marcos
Bachelor- og Meistaranám. Taktu þér smá frí frá klakanum og njóttu lífsins í námi í San Marcos, Kaliforníu.
Hafa samband Lesa meira um skólann
Hafa samband