10 ástæður til að stunda nám í Sydney, Ástralíu

10 ástæður til að stunda nám í Sydney, Ástralíu

Sydney er höfuðborg fylkisins New South Wales og er staðsett í suðaustur Ástralíu. Hér getur þú byrjað daginn þinn á að njóta sólarinnar á Bondi ströndinni og endað hann við grillið. Hér eru 10 ástæður fyrir því að velja að stunda nám í þessari frábæru borg!

1. Gott veður

Njóttu veðurblíðunnar í Sydney allan ársins hringÍ Sydney er frábært loftslag þar sem sumrin eru heit og veturnir mildir. Hlýjasti mánuðurinn er janúar þar sem meðalhiti er u.þ.b. 25°C og í "kaldasta" mánuðinum, júlí, er meðalhitinn ca 16°C.

2. Ströndin

Byrjaðu daginn á ströndinniÞú getur notið strandarinnar og sjósins næstum allt árið í kring á eftirfarandi stöðum:

  • Bondi ströndin
  • Cronulla ströndin
  • Manly ströndin
  • Coogee ströndin

Ekki leiðinlegt að lesa skólabækurnar á ströndinni eða hoppa í sjóinn eftir próf!

3. Surf

Læra að surfa í Sydney
Þú getur surfað eins og enginn sé morgundagurinn á meðan dvöl þinni stendur! Þú ert því ekki einungis að öðlast háskólamenntun og bæta enskuna heldur einnig að læra að surfa í einu mesta surflandi í heimi!

4. Ein besta námsborg í heimi

Það er ekki slæmt að geta lært úti í sólinniSydney hefur verið valin ein besta námsborg í heiminum af QS Top University. Hjá KILROY getur þú lært í Sydney í eftirfarandi háskólum:

5. Góð tækifæri fyrir framtíðina

Starfsnám í SydneyÁ meðan á námsdvölinni stendur getur þú tekið starfsám í Sydney. Þetta er fullkominn staður til að öðlast starfsreynslu og byggja upp gott tengslanet. Mörg flott alþjóðleg fyrirtæki eru í borginni svo tækifærin eru á hverju strái.

6. Fjölmenningarleg borg

Sydney er fjölbreytt borg með yfir 4 milljónum íbúa. Borgin er afar falleg og það er endalaust hægt að skoða sig um og upplifa, bæði dag og nótt. Fyrir utan borgina eru stór útvistarsvæði og landgræðslusvæði þar sem finna má mismunandi gróður og dýralíf. Rúmlega 35.000 alþjóðlegir nemendur kalla Sydney sitt annað heimili og þar býr fólk frá öllum heimshornum svo menningaráhrifin koma úr öllum áttum. Þú finnur því nóg spennandi að gera og sjá í Sydney, óháð því hvar áhugi þinn liggur!

7. Nýstárlegar aðferðir í matargerð

Frumleg ísgerð í SydneyÍ þessari fjölmenningarlegu borg eru fjölbreyttir matsölustaðir sem sækja innblástur út um allan heim. Í Bourke Street Bakery færðu frábært brauð og heitt súkkulaði. Langar þig kannski í ís? Í Sydney getur þú fengið ís sem er útbúinn með fljótandi köfnunarefni. Einnig er hægt að fá ekta gelato ís frá Messina.  Ef þú vilt njóta góðs matar með frábært útsýni þá mælum við með Cockle Bay Wharf þar sem eru frábærir veitingastaðir og kaffihús.

8. Frábærar upplifanir í næsta nágrenni

Sydney Harbour og Ópueruhúsið frægaSydney Harbour Bridge

Three Sisters í Blue MountainsÞað er nóg af hátíðum og viðburðum í SydneySydney er borg þar sem þú getur sannarlega haft gaman. Það er margt að gera og sjá og bara það að fara út á Port Jackson (höfnin í Sydney) er skemmtileg upplifun.

Sydney Harbour Bridge er áhrifamikil brú sem setur svip sinn á höfnina. Þú getur einnig klifrað upp brúnna.  Það tekur sirka 3,5 klst en þú færð frábært útsýni yfir borgina.

Blue Mountains er þjóðgarður nálægt Sydney en hann fær nafn sitt vegna þess að tröllatrén gefa frá sér bláan ljóma þegar er litið er þar yfir. Einn af frægustu stöðunum eru klettarnir sem kallast Systurnar Þrjár (The Three Sisters).

Viðburðir og hátíðir eins og Sydney Craft Beer vikan eða Vivid festival þar sem byggingarnar eru fallega lýstar og flugeldar lýsa himininn eru skemmtilegar og öðruvísi upplifanir sem þú munt ekki gleyma.

Harbour Bridge

9. Gott að versla

Sydney er sannkölluð verslunarparadís. Á George Street finnurðu margar flottar búðir og það er klárlega þess virði að kíkja í hina flottu verslunarmiðstöð Queen Victoria Building (QVB). Ekki gleyma retro og gamaldags búðunum á Oxford Street.

10. Fjörugt næturlíf!

Það er snilld að enda daginn í Sydney á Side BarBarir, pöbbar, tónleikar, kvikmyndahús, leikhús - næturlífið í Sydney er mjög gott! Þú finnur eitthvað spennandi að gera á hverjum einasta degi:

Mánudagur: Scubar
Þriðjudagur: Scary Canary
Miðvikudagur: Side Bar
Fimmtudagur: Ivy
Föstudagur: Darling Harbour
Laugardagur: Kings Cross 
Sunnudagur: Það er nú nauðsynlegt að slappa af eitt kvöld - safna orku fyrir skemmtanir komandi viku og kannski kíkja smá í námsbækurnar.

Langar þig að læra í Sydney?
Hafðu samband við okkur!
Tengdar færslur
Hafa samband