8 ástæður fyrir því að nám erlendis mun eyðileggja líf þitt

8 ástæður fyrir því að nám erlendis mun eyðileggja líf þitt
 1. Þrá þín til að ferðast og kanna heiminn er komin til að vera
  Um leið og þú byrjar að ferðast verður erfitt að sætta sig eingöngu við lífið á litla Íslandi. Í raun er þetta einn stór vítahringur, þú átt alltaf eftir að vilja eitthvað meira. Þráin til að ferðast og kanna heiminn mun aldrei hverfa.

 2. Þú tilheyrir tveimur löndum – ALLTAF!
  Þó það séu hlutir sem þú munt sakna frá Íslandi eins og mömmu, rúgbrauðsins og jólanna er möguleiki á að þér eigi eftir að finnast Ísland ekki jafn magnað land og áður! Mjög líklega mun þér alltaf finnast sem þú tilheyrir tveimur löndum.

 3. Námsárin erlendis munu verða bestu ár lífs þíns
  …..og þau ár sem eftir koma munu líklega aldrei ná að verða jafn frábær.

 4. Þú átt eftir að byrja allar setningar á „Þegar ég var í námi erlendis...
  Allar þínar sögur eiga eftir að snúast um þann tíma sem þú dvaldir erlendis, foreldrum og vinum til mikils ama. „Þegar ég var í námi erlendis…″ verður þín nýja mantra.

 5. Þú átt aldrei eftir að geta haft ALLA vini þín á sama staðnum!
  Þú eignast góða vini allsstaðar að úr heiminum sem þýðir að ómögulegt verður að reyna að koma þeim öllum saman, og það er þín eigin sök.

 6. Námið heima á Íslandi verður hér eftir leiðinlegt
  Þú kemur heim eftir skiptinám í Ástralíu og átt eftir eina önn. Þessi lokaönn verður skyndilega að leiðinlegum fyrirlestrum, dimmum vetri og samnemendur þínir skilja þig ekki. Þú getur ekki lengur farið á ströndina eftir fyrirlesturinn. Velkomin/n heim!

 7. Tónlistarsmekkur þinn breytist
  Á meðan þú stundaðir nám í Bandaríkjunum uppgötvaðir þú nýja listamenn. Playlistinn breyttist og mörg lög hafa tilfinningaleg gildi sem tengjast sérstökum viðburðum. Enginn á Íslandi skilur af hverju þú verður meyr þegar þú heyrir „American Oxygen″ með Rihönnu í útvarpinu.

 8. Tim Tam, S´more, Pop Tarts og annað sælgæti sem þú getur ekki fengið á Íslandi
  Allar þínar nýju uppáhalds matvörur, snakk og sælgæti sem þú keyptir daglega í Ástralíu eða Bandaríkjunum verður ekki lengur hægt að versla. Möguleikinn á að finna þitt uppáhalds sælgæti eru litlar og þú þarft að standa í stöðugu veseni að reyna að flytja það inn í gegnum vini og kunningja sem eru á leiðinni til Ástralíu eða Bandaríkjanna.

Þú þarft að undirbúa þig vel, en öll vinnan er klárlega þess virði – nám erlendis verður eitt af þínum stærstu ævintýrum!

Langar þig að stunda nám erlendis?
Hafðu samband
Tengdar færslur
Hafa samband