7 staðir þar sem þú getur lært á ströndinni

7 staðir þar sem þú getur lært á ströndinni

Þegar þú ákveður að hefja nám þá getur þú oftast valið á milli þess að:

  1. stunda nám á Íslandi
  2. stunda nám erlendis

Ef þú spyrð okkur þá er valið einfalt - af hverju að læra inn á dimmu bókasafni þegar þú getur lesið skólabækurnar á ströndinni?

Hér fyrir neðan finnur þú sjö staði þar sem þú getur lært á ströndinni!

1. Melbourne (Ástralía)

Nám í  Melbourne, Ástralíu - KILROY

Á þessu ári var Melbourne númer tvö á lista yfir þá staði í heiminum þar sem best er að stunda nám. Borgin er almennt mjög örugg og með frábært menningar- og næturlíf. Einnig hefur hún frábæra staðsetningu - nálægt nokkrum af fallegustu ströndum Ástralíu. Dreymir þig um að stunda nám í Melbourne? Þú getur valið á milli þess að stunda nám í La Trobe, Monash, RMIT eða William Angliss Institute.

2. Hawaii (Bandaríkin)

Nám á Hawaí - KILROY

Dreymir þig um að stunda nám á paradísareyju? Þá ættir þú að sækja um nám á Hawaii Pacific University. Skólinn er staðsettur í Honolulu, höfuðborg Hawaii þar sem þú getur eignast ógleymanlega minningar. Skólinn býður upp á fjölbreytt nám og í frítíma þínum getur þú síðan lært að surfa, paddleborda eða einfaldlega hvílt þig í sólinni á einstakri strönd.

3. Gold Coast (Ástralía)

Nám í Ástralíu - KILROY

Gold Coast er 42 kílómetra löng strönd og finnur þú þar eitt frægasta úthverfi Ástralíu, Surfers Paradise, en þangað ferðast fjöldi bakpoakferðalanga á hverju ári til þess að njóta lífsins á ströndinni og upplifa frábært næturlíf. Á Gold Coast eru um 290 sólardagar á ári og finnur þú þar afþreyingu eins og jetski, surfing, hjólreiðar og veiði. Og það allra mikilvægasta! Þar getur þú stundað nám í frábærum háskólum eins og Queensland University of Technology eða Griffith University

4. Kalifornía (Bandaríkin)

Nám í Bandaríkjunum - KILROY

Þú ert aldrei langt frá ströndinni í Kaliforníu! Hvernig væri að fara í skiptinám til Los Angeles í CSUN eða UCLA? Eða langar þig kannski meira að heimsækja San Diego og stunda nám í San Diego State University. Þú getur einnig valið að fara í grunn- og/eða meistaranám í California State University - Monterey Bay (verið öll sex árin í Kaliforníu).

5. Perth (Ástralía) 

Nám í Perth, Ástralíu - KILROY

Perth er þekkt fyrir frábært loftslag og einstakar strendur. Þar eru næstum allir dagar sólardagar og því lítið mál fyrir þig að lesa skólabækurnar á ströndinni. Svæðið er einnig þekkt fyrir einstakt dýralíf þar sem þú getur séð kengúrur, mörgæsir, höfrunga og fleiri krúttleg dýr sem þú hefur líklega aldrei heyrt um. Í Perth getur þú stundað nám í Curtin University eða University of Western Australia.

6. Dubai (Sameinuðu arabísku furstadæmin)

Nám í Dubaí - KILROY

Emirates Academy sérhæfir sig í hospitality management. Upplifðu fjölbreytt borgarlíf, frábærar strendur og ævintýri eyðimerkurinnar. Dubaí er einstök borg þar sem þú átt eftir að eignast ógleymanlegar minningar.

7. Sydney (Ástralía)

Steder hvor du kan "studere på stranden" - KILROY

Sydney er stærsta borg Ástralíu og þekkt fyrir heimsfrægar strendur eins og Bondi og Manly. Þar getur þú lært að surfa, skokkað meðfram ströndinni eða notið þess að hlusta á ölduniðinn. Sydney er mjög fjölþjóðleg borg þar sem þú finnur mörg mismunandi hverfi sem öll hafa sín séreinkenni. Einnig finnur þú þar það mikilvægasta af öllu - það er hágæða háskóla eins Macquarie University, UNSW, University of Sydney og UTS.

Ekki hika og byrjaðu að undirbúa ævintýraleg námsár!

Langar þig að fara í nám erlendis?
Hafðu samband!
Tengdar færslur
Hafa samband