Öðruvísi háskólagráður í Englandi

Öðruvísi háskólagráður í Englandi

Langar þig ekki að læra viðskiptafræði, verkfræði eða lögfræði? Er draumanámið þitt ekki kennt á Íslandi? Ímyndaðu þér núna að það sé enginn kassi og finndu það sem þig langar virkilega að læra. Byrjaðu í draumanáminu þínu árið 2018! 

Við tókum saman nokkrar spennandi og öðruvísi háskólagráður sem samstarfsháskólar okkar í Englandi bjóða upp á. Athugaðu að þetta er mjög lítið brot af því sem er í boði. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem veitir þér nánari upplýsingar ásamt því að aðstoða þig við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu!

1. Forensic Investigation í Bournemouth University

Nám í forensic investigation - KILROY

Er CSI uppáhalds þátturinn þinn? Langar þig að vinna við að rannsaka glæpavettvang og koma niðurstöðunum þínum á framfæri inn í réttarsalnum? Réttarvísindi í Bournemouth University er mjög þverfaglegt nám þar sem þú kynnist bæði fræðilegu hugtökunum og verklega þættinum. 

2. Computer Forensics & IT Security í London Metropolitan University

Stundaðu nám í öðruvísi tölvunarfræði - KILROY

Í Computer Forensics og IT security lærir þú hvernig þú getur hakkað þig inn í tölvur - kannski svolítið skrítið en það er gert í þeim tilgangi að þú getir komið í veg fyrir glæpi á netinu. Hér færðu góða kennslu í því hvernig þú getur fyrirbyggt það að hakkarar komist inn í netkerfið ásamt því að finna þá - það skilja allir eftir sig einhver spor á netinu!

3. Ecology & Wildlife Conservation í Bournemouth University

Lærðu allt um verndun villts dýralífs - KILROY

Langar þig að vinna með dýrum sem þurfa á hjálp að halda? Í dag eru því miður margar dýrategundir í útrýmingarhættu og því mikil eftirspurn eftir sérfræðingum í vinnu við verndun og stjórnun vistkerfa víða um heiminn. Í þessu námi lærir þú um allt sem tengist varðveislu dýrategunda og búsvæða þeirra. Einnig er mikil áhersla lögð á verklega hlutann í náminu þar sem nemendur heimsækja verndarsvæði um allan heim - hljómar vel ekki satt?

4. Sports Management í Bournemouth University

Nám í sports management - KILROY

Hefur þú áhuga á öllu sem tengist íþróttum? Langar þig að starfa innan íþróttaiðnaðarins - t.d. við að skipuleggja íþróttaviðburði, stjórna íþróttavörumerki eða starfa innan íþróttafélags? Sport management námið er blanda að viðskipta og stjórnunar fögum þar sem áherslan er á íþróttaiðnaðinn. Ekki hika og skelltu þér í nám í sports management í Bournemouth University!

5. Food and nutrition í Conventry University

Lærðu allt um mat og næringagildi þess - KILROY

Hvernig fæ ég öll þau næringarefni sem ég þarf úr matnum mínum? Langar þig að geta svarað þessari spurningu? Langar þig að vita hvernig áhrif matvæla hafa á heilsu manna? Skelltu þér í nám í food and nutrition í Conventry University! Að námi loknu getur þú starfað t.d. við greiningu matvæla, gæðastaðla sem tengjast matvælum, í matvæla framleiðslu og við kynningar á heilsusamlegu mataræði og matreiðslu.

6. Disaster Management í Coventry University

Nám í disaster management - KILROY

Disaster Management - já það hljómar frekar undarlega en í raun er það mjög mikilvægt starf. Í stuttu máli lærir þú um það hvernig þú getur tekist á við vandamál og/eða hamfarir á sem bestan hátt. Hér færðu svör við því hvernig þú getur undirbúið og skipulagt þá verkferlar sem fara af stað ef upp koma vandamál ásamt því að fyrirbyggja það að þessi vandamál komi upp í framtíðinni. Langar þig að vera ofurhetja - hér er tækifærið! Þú kannski lærir ekki að fljúga en þú verður klárlega hetjan þegar vandamálin gerast.

Hvað langar þig að læra?
Hafðu samband!
Tengdar færslur
Hafa samband