10 skrýtnar & spennandi háskólagráður

10 skrýtnar & spennandi háskólagráður

Lang flestir fara í háskóla til þess að læra "venjulegar" gráður eins og viðskiptafræði, verkfræði eða sálfræði. Ef þér finnst þannig nám ekkert spennandi þýðir það þó ekki að háskólanám sé ekki fyrir þig. Þetta er nefnilega alls ekki það eina sem er í boði!

Hvernig væri að hugsa aðeins út fyrir kassann og læra eitthvað allt öðruvísi - jafnvel eitthvað sem fáir Íslendingar hafa heyrt um, hvað þá lært? Hafðu samband við námsráðgjafa okkar sem aðstoðar þig!

Við tókum saman 10 skrýtnustu og mest spennandi gráðurnar sem samstarfsháskólar okkar bjóða upp á. Skoðaðu listann og finndu þér spennandi háskólanám!

1. Wildlife Filming í  University of West England

Wildlife Filming - Lærðu í University of West England - KILROY

Dreymir þig um að búa til náttúrulífsmyndir fyrir BBC? Þá er þetta fullkomið nám! Í þessari mastersgráðu lærir þú hvernig best er að ná dýralífsmyndum. Hluti af náminu er verklegur og þú þarft að framleiða þína eigin dýralífsmynd. Það tekur 3-6 mánuði að taka upp myndina og þú gætir t.d. gert það í Amazon frumskóginum eða á Galapagos eyjum. Hljómar frekar vel, ekki satt?

2. 3D Organ Printing í QUT, Ástralíu

3D líffæra prentun - Stundaðu nám í QUT í Ástralíu

Þetta magnaða háskólanám hljómar meira eins og tilbúningur en alvöru háskólagráða. Gráðan ber nafnið „Biofabrication" og felur í sér að þú lærir að búa til 3D mót af líffærum og vefjum líkamans sem síðan eru notuð við t.d. ígræðslur fyrir ónýt bein og brjósk.

3. Oenology í Curtin University, Ástralíu

Lærðu víngerð í Curtin University - KILROY

Til þess að útskrifast úr þessu námi þarftu að læra að búa til léttvín, freyðivín og bjór. Þegar þú ert að læra að búa til þessa drykki er að sjálfsögðu nauðsynlegt að þú smakkir þá áður en þeir eru bornir fram. Eins og það sé ekki nógu spennandi, þá fer námið fram í hinni sólríku Ástralíu! Það er ekki öruggt að þú getir nýtt námið mikið hérna á Íslandi, en það er klárt mál að þú munt skemmta þér vel á meðan á náminu stendur! Svo getur þú alltaf sótt um vinnu í Ástralíu, Frakklandi eða annars staðar í heiminum að námi loknu.

4. Ethical Hacking & Network Security í Coventry University, Englandi

Lærðu öðruvísi tölvunarfræði - KILROY

Ethical hacking" hljómar kannski undarlega og þegar þú lest lýsinguna botnar þú mögulega enn minna í nafninu. Þetta er samt mjög sniðug og nytsamleg gráða! Þú lærir að hakka þig inn í tölvur og er markmiðið með náminu að hafa skilning og möguleika á að berjast gegn glæpum á internetinu. Ef þig hefur alltaf dreymt um að verða ofurhetja er þetta hugsanlega besti möguleikinn! Námið felur þó ekki í sér kennslu í ofurhetjumennsku.

5. Emergency Management & Homeland Security í UCLA, USA

Skrýtnar háskólagráður- Homeland Security - KILROY

Ef þig langar meira að verða ofurhetja í raunveruleikanum en á internetinu þá er nám í „Emergency Management & Homeland Security" hugsanlega eitthvað fyrir þig. Í þessu námi lærir þú að vernda saklausa borgara gegn ógnvænlegum öflum. UCLA tekur fram að eftir námið ættu nemendur að geta fundið sér „socially satisfying careers". Já, það eru fáir sem njóta meiri trausts og virðingar en ofurhetjur, er það ekki?

6. Master of Sexology í Curtin University, Ástralíu

Háskólanám erlendis - sexology | KILROY

Flestir eru sammála um að kynlíf sé skemmtilegt og þykir gaman að tala um það. Eftir að þú ert komin(n) með mastersgráðu í kynlífsfræðum getur þú talað um kynlíf þangað til þú kemst á eftirlaun, og þú færð borgað fyrir það! Skólinn vill þó vara við að: „Learning material is of a sexually graphic nature”. Með öðrum orðum; þetta nám ekki fyrir þá allra viðkvæmustu.

7. Oceanographie í Hawaii Pacific University, USA

Lærðu allt um hafið - Háskólanám á Hawaii | KILROY

Námið sjálft virkar kannski ekki mjög skrýtið eða spennandi, en þegar þú skoðar það betur sérðu að kennsluaðferðirnar eru vægast sagt öðruvísi og skemmtilegar! Stór hluti námsins fer fram um borð í skólaskipinu Kaholo og til að ljúka náminu er þess krafist að þú farir hringinn í kringum eyjarnar í Hawaii! Hversu mikil snilld?

8. Master of Urban Design í University of Auckland, Nýja Sjálandi

Urban Design - Læra í Nýja Sjálandi | KILROY

Meirihluti mannfólks býr í borgum og því fylgja ýmis vandamál tengd sjálfbærni og þróun þéttbýlis. Í þessu námi lærir þú um skipulagningu þéttbýlis, sjálfbæra þróun til framtíðar, hlutverk ólíkra innviða og hagkerfi borga. Stór hluti námsins er verklegur þar sem þú færð að takast á við raunveruleg vandamál stórborga í Nýja Sjálandi. Þetta nám mun sko koma sér aldeilis vel í stórborginni Reykjavík sem og í öðrum borgum út um allan heim!

9. Adventure Studies í Thompson Rivers University, Kanada

Lærðu allt um ævintýraferðamennsku í Kanada | KILROY

Langar þig að vinna við eitthvað skemmtilegt í ferðamannaiðnaðinum? Thompson Rivers býður upp á nám í ævintýraferðamennsku þar sem þú getur bæði lært stjórnunar- og viðskiptahlið ævintýraferðamennsku sem og leiðsögumannahliðina. Þú getur því tekið námskeið eins og „Adventure Tourism Business Management”,  „Guiding in Polar Regions og „Snow Science”. Hér lærir þú allt um ævintýraferðamennsku sem mun nýtast þér frábærlega hér á Íslandi!

10. Creative Technologies í AUT, Nýja Sjálandi

Creative Technologies - Háskólanám í Nýja Sjálandi | KILROY

Þessi gráða leggur áherslu á framtíðina, nýsköpun og tækniframfarir. Námið byggir að mestu leyti á verkefnum sem þú vinnur í vinnustofum með öðrum nemendum. Þú gætir t.d. verið að búa til smáforrit, stuttmyndir, leiki eða þróa þjónustu og kerfi. Fullkomið fyrir skapandi forritara sem vilja nýta tækniþekkingu sína í nýsköpun.

Háskólagráðurnar hér að ofan geta breyst á milli ára eða verið kenndar annað hvert ár. Hafðu endilega samband við sérfræðing okkar í námi erlendis og fáðu upplýsingar um drauma námið þitt. Explore Life!

Langar þig að læra eitthvað skrýtið og skemmtilegt?
Hafðu samband við KILROY!
Tengdar færslur
Hafa samband