5 bestu námsmannaborgirnar

5 bestu námsmannaborgirnar

QS birta á hverju ári fjölda samanburða og lista yfir allt sem tengist háskólum og háskólanámi. Þar á meðal er listi yfir bestu háskólaborgir heims þar sem horft er til "University ranking", "student mix", "quality of living", "employer activity" og "affordability".

Á listanum yfir bestu námsmannaborgir heims árið 2015 eru 3 borgir í efstu 5 sætunum þar sem finna má skóla sem KILROY starfar með.  

5 bestu námsmannaborgirnar árið 2015


1.París

2.Melbourne
Melbourne hefur margoft verið kosin besta borgin til að búa í og hafnar nú í öðru sæti yfir bestu námsmannaborgina í heiminum. Borgin er sú næst stærsta í Ástralíu og er oft nefnd menningarhöfuðborg Ástralíu vegna úrvals afþreyingar, veitingastaða og kaffihúsa. Það er því ekki skrítið að þetta sé vinsæl námsmannaborg. KILROY getur aðstoðað þig við að hefja nám í eftirtöldum háskólum í Melbourne: MonashRMITLa Trobe og William Angliss institute.

Það er frábært að stunda nám í Melbourne!

3. London
London er stórborg sem býður upp á allt milli himins og jarðar. Veitingastaðir á heimsmælikvarða, leikhús, tónleikar og verslanir - það er nánast óhugsandi að láta sér leiðast í borginni! Svo skemmir ekki fyrir að það er bæði ódýrt og auðvelt að skreppa heim í helgarferð. KILROY er í samstarfi við London Metropolitan University og Coventry University.

england-map.jpg

4. Sydney
Sydney er stærsta borg Ástralíu og fyrir utan að vera helsta viðskiptaborg Ástralíu er hún einnig gífurlega vinsæl á meðal námsmanna. Þaðan getur þú komið þér á fjölda stranda á innan við 30 mínútum. Borgin er svo sannarlega mögnuð því hún er alvöru stórborg en á sama tíma mjög afslöppuð og þægileg, sem er mjög í tenginu við lífsstíl ástrala almennt. KILROY vinnur með þessum frábæru háskólum í Sydney: University of SydneyMacquarie UniversityUniversity of Technology SydneyUniversity of New South Wales og Blue Mountains.

Sydney-harbour-city-view-1280x720

5. Hong Kong
Hver dagur í Hong Kong er ævintýri. Hér mætir austrið vestrinu og úr því verður suðupottur menningar. Hvort sem þú sækist eftir því hefðbundna úr kínverskri menningu eða hins vestræna lúxus getur þú verið viss um að það finnst í Hong Kong. KILROY starfar með hinum virta Hong Kong Polytechnic University þar sem þú getur m.a. nýtt tímann og lært Mandarin-kínversku í bland við námið þitt á einfaldan hátt. Hafðu samband við ráðgjafa KILROY ef þú hefur áhuga á að stunda nám í Hong Kong.

Dreymir þig um að læra í Hong Kong? KILROY getur aðstoðað við það!

Ofarlega á listanum er einnig að finna borgir í JapanBandaríkjunum og Kanada þar sem KILROY starfar með fjölda háskóla.

Fáðu ókeypis aðstoð við umsóknarferlið hjá KILROY og láttu drauminn þinn rætast. Við bíðum spennt eftir að heyra frá þér!

Langar þig að stunda háskólanám erlendis?
Hafðu samband við KILROY!
Tengdar færslur
Hafa samband