Starfsnám í USA & Kína

Starfsnám í USA & Kína

Langar þig að prófa eitthvað nýtt?
Prófa að búa í nýju landi og upplifa nýja menningu. Komast í nýtt starf á nýjum stað? Þá er starfsnám erlendis frábær kostur fyrir þig. KILROY getur aðstoðað þig í að sækja um starfsnám í bæði Bandaríkjunum og Kína.

Fimm ástæður fyrir því að starfsnám erlendis er snilld!

 1. Starfsnám veitir þér sérstöðu og forskot.
  Samkeppnin á vinnumarkaðinum verður sífellt harðari og því leita atvinnuveitendur eftir umsækjendum sem hafa bæði rétta námið og réttu starfsreynsluna fyrir viðkomandi starf. Ef þú getur sýnt fram á starfsreynslu erlendis í viðkomandi fagi skilur þú þig úr hópnum og ert komin(n) með forskot fram yfir hina umsækjendurna. Það sýnir að þú ert áhugasöm/samur og þorir að taka áhættur. Starfsnám erlendis gæti orðið ástæðan fyrir því að þín umsókn verði tekin úr umsóknarbunkanum! 
 2. Alþjóðleg tengsl.
  Þegar þú ferð í starfsnám erlendis eru alþjóðleg tengsl skemmtulegur bónus. Þessi tengsl gætu nýst þér síðar á lífsleiðinni hvort sem það er í starfi, þegar þú ert að leita að vinnu eða sem meðmælendur fyrir framtíðarstarf. Þú upplifir líka öðruvísi vinnukúltúr en þú ert vön/vanur og það gæti nýst mjög vel í vinnu hjá alþjóðlegu fyrirtæki. Svo muntu líklega eignast góða vini sem þú munt halda sambandi við út allt lífið!
 3. Bætt tungumálakunnátta.
  Besta leiðin til að læra tungumál er að búa í landi þar sem tungumálið er talað svo að þú getir hlustað á og talað það daglega. Þegar þú ert í starfsnámi erlendis munt þú læra sérstaklega vel þann orðaforða sem tengist þeim geira sem þú hefur menntað þig í. Það er mikill munur á að læra tungumál í gegnum námsbækurnar eða að upplifa það frá fyrstu hendi. Þú munt því taka eftir miklum framförum í tungumálakunnáttu óháð því hvort þú farir til Bandaríkjanna og talir ensku eða farir til Kína og lærir kínversku frá grunni.
 4. Fjárfesting í framtíðinni.
  Starfsnám erlendis hjálpar þér að ná markmiðum þínum og öðlast þann starfsframa sem þú vilt. Þetta er einstök leið til að öðlast mikilvæga reynslu, fá nýja sýn á vinnuaðferðir og fá nýjar hugmyndir í því starfi sem þú vilt sérhæfa þig í. 
 5. Upplifun fyrir lífið!
  Þetta er upplifun sem þú munt aldrei gleyma! Þú færð tækifæri til að vinna við það sem þig langar til að vinna við, en ekki það starf sem þú þarft að sætta þig við. Þannig kemstu að því hvort draumastarfið sé í raun og veru það sem á best við þig. Hvernig sem fer situr þú uppi með reynslu sem þú munt búa að alla ævi.

Lestu meira um starfsnám í Bandaríkjunum eða starfsnám í Kína.

Þú getur líka haft samband við KILROY til að fræðast meira um þau störf sem eru í boði og hvernig ferlið gengur fyrir sig.

Starfsnám er frábær undirbúningur fyrir atvinnulífið

Tengdar færslur
Hafa samband