• apr.28

    Nám í innanhússhönnun

    Það er ákveðin kúnst að láta húsgögn, myndir, liti og lýsingu spila saman og mynda góða heild. Langar þig að læra innanhússhönnun? Ekki hika lengur og láttu drauminn rætast!

    RMIT háskólinn í Melbourne, Ástralíu býður upp á hágæða nám í innanhússhönnun. Skólinn leggur mikla áherslu á að undirbúa nemendur fyrir atvinnumarkaðinn í gegnum svokallaðar vinnustofur en þar færð þú tækifæri til að vinna að raunverulegu verkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.     Þar sem starfsvettvangur innanhússhönnuða getur verið mjög breytilegur er einnig lögð mikil áhersla á að nemendur fái traustan grunn á öllum sviðum innanhússhönnunar ásamt því að fá tækifæri til að taka valfög innan síns áhugasviðs.

    Námið Grunnnámið (BA gráða) er fjögur ár og er uppbyggt þannig að á fyrsta árinu kynnist þú öllum helstu hugtökum innanhússhönnunar. Þar átt þú ... Lesa meira
Hafa samband