Námið í NYFA

Námið í NYFA

Dreymir þig um að læra kvikmyndagerð, leiklist, söngleikjafræði, ljósmyndun, grafíska hönnun, handritagerð, kvikmyndatöku, blaðamennsku, ljósmyndun, grafíska hönnun, leikja hönnun eða teiknimyndagerð? Nýttu tækifærið og komdu á kynningu og/eða prufur hjá NYFA mánudaginn 23. febrúar 2017. Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér!

Hvað get ég lært í NYFA?

Í New York Film Academy finnur þú 4 mismunandi deildir þar sem þú getur stundað styttri námskeið, grunnnám og meistaranám. Þessar deildir skiptast niður í Film School, Acting School, Visual Art School og Performing Art School. Undir hverri deild finnur þú mismunandi námsleiðir en á meðal þeirra eru:

NYFA (1)

Film School

 • Filmmaking 
 • Broadcast Journalism 
 • Cinematography 
 • Digital Editing 
 • Digital Filmmaking 
 • Documentary Filmmaking 
 • Music Video 
 • Online Screenwriting 
 • Producing 
 • Screenwriting 

Acting School 

 • Acting for Film

gaming

Visual Art School

 • Game Design
 • 3D Animation
 • Illustration
 • Photography
 • Graphic Design

Performing Arts School

 • Musical Theatre

Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem veitir þér nánari upplýsingar ásamt því að aðstoða þig við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu!

Námsmannalífið

NYFA er með háskólasvæði bæði í New York og Los Angeles - í tveimur þekktustu borgum Bandaríkjanna! Í báðum borgunum er námsmalífið frábært og leynast þar mörg ótrúleg tækifæri.

Námsmannalífið í New York: New York stærsta borg Bandaríkjanna, með um 8.5 milljónir íbúa og er hún ein fjölþjóðlegasta borg heims. Hún er þekkt sem "The City That Never Sleeps". Þar getur þú verslað allan sólarhringin eða farið á klúbb kl 10:00 um morguninn! Borgin samanstendur af mörgum frábæru hverfum sem öll hafa sín sérkenni. Hvort sem þú laðist að lífinu á Manhattan eða stemningunni í Brooklyn þá finnur þú klárlega eitthvað við þitt hæfi í New York!

Námsmannalífið í Los Angeles: Los Angeles er önnur stærsta borg Bandaríkjanna, með um 4 milljónir íbúa. Hún er heimili þeirra ríku og frægu! Los Angeles er þekkt fyrir frábærar strendur, surfstaði, stórar íbúðir, dýra bíla og ameríska drauminn. Fólk alls staðar að úr heiminum kemur til L.A til að láta drauma sína rætast!

Nyfa Ny Classroom

Námið!

Ekki er gerð krafa á að þú hafir fyrri menntun né reynslu en allir nemendur þurfa að vera undir það búnir að eyða miklum tíma og orku í námið. Í New York Film Academy lærir þú eftir lögmálinu "Learning by doing".

Í öllum deildum skólans er einnig lögð mikil áhersla á að kennsluskráin sé þannig uppbyggð að þú fáir sem mest út úr náminu og tækifæri til að nýta alla þína hæfileika til hins ýtrasta.

Starfsmenn skólans

Ein ástæða þess að New York Film Academy er einn af topp listaháskólum heims er vegna allra þeirra frábæru kennara sem starfa við skólann. Allir hafa gríðarlega reynslu og þekkingu innan síns sérsviðs. Þú ættir því ekki að lenda í vandræðum með að fá alla þá kennslu sem þú þarfnast í NYFA! 

Langar þig að stunda nám við NYFA?
Hafðu samband!
Tengdar færslur
Hafa samband