Starfsnám í Kína

Starfsnám í Kína

Það er alltaf að verða mikilvægara að hafa starfsreynslu á ferilskrá sinni. Hvernig væri að hafa alþjóðlega reynslu! Starfsnám í Kína er fullkomin leið til þess að öðlast frábæra starfsreynslu á sama tíma og þú kynnist nýrri menningu. Ekki hika lengur og sæktu um starfsnám í Kína!

Í starfsnámi þínu færð þú tækifæri til þess að:

 • nota og efla samskiptahæfileika þína í alþjóðlegu umhverfi
 • upplifa viðskiptaumhverfið í Kína
 • bæta alþjóðlegri starfsreynslu á ferilskránna
 • byggja upp alþjóðlegt tengslanet
 • læra nýtt tungumál
 • kynnast nýrri menningu og viðskiptaháttum

Við hvað langar þig að vinna? Við getum aðstoðað þig við að finna starfsnám á nánast öllum sviðum. Bókaðu fund með ráðgjafa okkar varðandi nánari upplýsingar.

internship-dream-careers-usa.jpg

Starfsnámið!

Allt starfsnám er sett upp þannig að það er komið fram við starfsnema líkt og starfsfólk í fullu starfi. Sem starfsnemi mátt þú því búast við því að þurfa að takast á við krefjandi verkefni og taka ábyrgð í starfi þínu. Þú getur sótt um starfsnám frá fjórum upp í 24 vikur og er vinnutíminn vanalega 38 tímar á viku. 

Hægt er að sækja um starfsnám í Peking sem er borg frumkvöðlafyrirtækja, Chengdu sem er sú borg sem stækkar hraðast í heiminum og Shanghai sem er ein af stærstu viðskiptaborgum heims. Við mælum þó með því að þú sért opin/n fyrir staðsetningu þar sem það eykur líkurnar á að þú finnir drauma starfsnámið þitt. 

Ef þú hefur áhuga á áframhaldandi starfi mælum við einnig með því að þú takir það fram í umsókn þinni þar sem sum fyrirtæki geta boðið upp á áframhaldandi starf eftir að starfsnámi lýkur ef þú stendur þig vel.

Starfsnám í Kína - einstök starfsreynsla

Hvað kostar að fara í starfsnám í Kína?

Kostnaðurinn við að fara í starfsnám er misjafn en hann fer eftir því hvar og hversu lengi þú sækir um. Til að auðvelda þér undirbúninginn og gera dvölina þína sem besta eru eftirfarandi atriði innifalin:

 • aðstoð við að finna og sækja um starfsnám
 • aðstoð við að sækja um vegabréfsáritun
 • gisting (herbergi í íbúð sem deilist með öðrum starfsnemum í Kína)
 • móttaka á flugvellinum
 • komupakki  sem inniheldur kort af borginni, síma, sim-kort og kort í almenningssamgöngur
 • kynning á Kína
 • skoðunarferð um þitt nánasta umhverfi
 • tungumálakennsla - 3klst á viku
 • 24/7 neyðarþjónusta og stuðningur
 • tengslaviðburður einu sinni í mánuði
 • aðgang að tengslaneti fyrrum og núverandi starfsnema
 • vottorð og meðmælabréf að loknu starfsnámi
 • styrkur - flestir sem eru í starfsnámi lengur en 3 mánuði hljóta styrk. 

Hver getur sótt um starfsnám í Kína?

Starfsnám í Kína er einstakt tækifæri fyrir metnaðarfulla einstaklinga og verður þú að standast eftirfarandi kröfur:

 • Vera orðin/n 19 ára
 • Búa yfir mjög góðri ensku kunnáttu, bæði í rit- og talmáli.
 • Vera skráð(ur) í háskólanám eða hafa lokið háskólanámi

Internship -modern -office -black -white 1280x 720

Starfsnemar okkar eru áhugasamir og hæfileikaríkir einstaklingar sem eru að leitast eftir að hefja starfsferil á sínu áhugasviði. Þú verður að vera tilbúin(n) að vinna að mörgum umfangsmiklum verkefnum og geta tekið ábyrgð á meðan á starfsnámi þínu stendur. Ekki hika lengur og láttu drauminn rætast!

Langar þig að fara í starfsnám í Kína?
Hafðu samband
Hafa samband