Nám í viðburðarstjórnun

Nám í viðburðarstjórnun

Langar þig að læra viðburðarstjórnun? Hvernig líst þér á að stunda nám þar sem þú getur tekið skólabækurnar með niður á strönd? Í Ástralíu finnur þú fjölda háskóla sem bjóða upp á frábært nám í viðburðastjórnun - bæði grunn- og meistaranám. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis varðandi nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

Af hverju viðburðarstjórnun?

Á undanförnum árum hefur orðið mikil fjölgun á hátíðum og viðburðum um allt land ásamt því að gerðar eru nú meiri kröfur til skipuleggjenda. Með því að stunda nám í viðburðarstjórnun færð þú betri innsýn og hæfni til þess að skipuleggja, fjármagna og stýra viðburðum alveg frá byrjun til enda.

Langar þig að læra viðburðarstjórnun? - KILROY

Að námi loknu átt þú eftir að:

 • skilja lykilþætti verkefnastjórnunar
 • geta útbúið hagkvæma verkáætlun
 • hafa þekkingu á því hvernig bregðast megi við óvæntum breytingum
 • hafa kunnáttu til að útbúa samantekt að viðburði loknum 
 • skilja hvernig hægt sé að nýta viðburðarstjórnun sem öflugt tól í markaðsetningu

Þú getur sótt um:

 • Grunnnám (3 ár)
 • Meistaranám (1,5 ár)
 • Tvöföld gráða (4 ár)

Af hverju að stunda nám í Ástralíu

Í Ástralíu finnur þú spennandi stórborgir, fallegar strendur, einstakt náttúru- og dýralíf og frábærar aðstæður til að stunda fjölbreyttar vatnaíþróttir. Landið er frábært til bæði menntunar og ferðalaga! Háskólar í Ástralíu eru þekktir fyrir góða kennslu og leggja þeir mikinn metnað í að fá til sín alþjóðlega nemendur. 

Whitsundays From Above

Aðrar góðar ástæður fyrir því að stunda nám í viðburðarstjórnun í Ástralíu:

 • Þú getur sótt um námslán hjá Lánasjóði Íslenskra Námsmanna (LÍN)
 • Þú hefur möguleikann á því að vinna samhliða námi, allt að 20 klukkustundir á viku
 • Þú getur tekið stuttar meistaragráður án ritgerðar
 • Þú þarft yfirleitt ekki að taka sérstök próf (eins og GRE/GMAT) til að komast í meistaranám

Langar þig að læra viðburðarstjórnun annarsstaðar?

Ef þér finnst of langt að fara til Ástralíu í nám en dreymir um að læra viðburðarstjórnun þá erum við einnig í samstarfi með fjölda háskóla í Englandi, Kanada og Nýja Sjálandi sem bjóða upp á spennandi nám í viðburðarstjórnun. Hafðu samband við ráðgjafa okkar sem veitir þér nánari upplýsingar. 

Langar þig að stunda nám í viðburðarstjórnun?
Hafðu samband

Hafðu samband

Tengdar færslur
Hafa samband