10 ástæður fyrir því að stunda nám í Ástralíu

  • 19 nóvember 2016
  • Eftir Erna
10 ástæður fyrir því að stunda nám í Ástralíu

Spennandi stórborgir, fallegar strendur og einstakt náttúru- og dýralíf. Ástralía er frábært land til bæði menntunar og ferðalaga. Ástralskir háskólar eru þekktir fyrir góða kennslu og hátt menntunarstig. Og ekki skemmir fyrir að flestir sem heimsækja Ástralíu verða ástfangnir af bæði landi og þjóð.

Langar að fara nám erlendis? Hér eru 10 ástæður fyrir því af hverju þú ættir að velja Ástralíu.

1. Veðrið

Frábært veður allt árið um kring - KILROY

Veðurfarið í Ástralíu er frábært - þar eru sumrin heit og vetur mildir. Hlýjasti mánuðurinn er janúar þar sem meðalhiti er um 25°C og í "kaldasta" mánuðinum, júlí, er meðalhitinn um 16°C. Athugaðu að landið er stórt og því getur munað nokkrum gráðum á milli borga.

2. Strendurnar

Magnaðar strendur Ástralíu - KILROY

Þú getur notið strandarinnar og sjósins næstum allt árið í kring. Ekki leiðinlegt að geta lesa skólabækurnar á ströndinni eða hoppa í sjóinn eftir próf!

3. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar

Lærðu að surfa í Ástralíu

Surf, snork, köfun, fjallgöngur, kajakferðir, strandblak, skíðaferðir og rafting - Ástralía hefur þetta allt og meira til. Ástralir elska útiveru og alla afþreyingu sem á sér stað undir berum himni. Þú mátt alls ekki yfirgefa Ástralíu án þess að hafa prófað að surfa!

4. Nokkrar af bestu námsborgum heims 

Eina af bestu námsborgum heims, Melbourne í Ástralíu - KILROY

Á hverju ári birtir QS lista yfir bestu háskólaborgir heims þar sem horft er til "University ranking", "student mix", "quality of living", "employer activity" og "affordability". Á listanum sem gerður var í fyrra er að finna tvær borgir í Ástralíu - Melbourne og Sydney. Upplifðu eina af bestu námsmannaborgum heims með því að stunda nám í einum af samstarfsháskólum okkar: 

Melbourne - MonashRMITLa Trobe og William Angliss institute.

Sydney - University of SydneyMacquarie UniversityUniversity of Technology SydneyUniversity of New South Wales og Blue Mountains.

5. Alþjóðleg reynsla

Nældu þér í alþjóðlega starfsreynslu í Ástralíu - KILROY

Á meðan á námsdvölinni stendur getur þú tekið starfsám í Ástralíu. Þetta er fullkominn staður til að öðlast starfsreynslu og byggja upp gott tengslanet. Mörg flott alþjóðleg fyrirtæki eru í landinu svo tækifærin eru á hverju strái.

6. Fjölmenningin

Upplifðu magnaða fjölmenningu í Ástralíu - KILROY

Í Ástralíu býr fólk frá öllum heimshornum sem þýðir að menningaráhrifin koma úr öllum áttum. Þar finnur þú fjölbreytta matsölustaði, viðburði og tónleika. Þú finnur ætíð nóg af spennandi hlutum til að gera og sjá, óháð því hvar áhugi þinn liggur!

7. Þú getur unnið með skólanum

Þú getur unnið með námi í Ástralíu - KILROY

Sem námsmaður í Ástralíu getur þú unnið samhliða námi þínu í allt að 20 klukkustundir á viku. Ekki slæmt að geta safnað smá auka pening ásamt því að kynnast betur menningunni í Ástralíu.

8. Einstakt landslag og dýralíf

Heillandi landslag og magnað dýralíf - Ástralía

Náttúran er afar fjölbreytt, líkt og þjóðin sjálf, en í Ástralíu eru yfir 500 þjóðgarðar og 7.600 km af fallegri strandlengju. Þá hefur Ástralía einnig eitt fjölbreyttasta dýralíf í heiminum.

9. Fjölbreytt námsúrval og hágæða háskólar

Fjölbreytt námsúrval í hágæða háskólum - Ástralía

Háskólar í Ástralíu bjóða upp á mikið úrval ólíkra námsbrauta sem eru alþjóðlega viðurkenndar og því er mikið um nemendur frá öllum heimshornum. Þá hafa áströlsk yfirvöld einnig strangt gæðaeftirlit með háskólum og þá sérstaklega þeim sem taka við nemendum frá öðrum löndum.

10. Frábær staðsetning

Nýttu námstímann og kannaðu nálæga áfangastaði - KILROY

Staðsetning Ástralíu er frábær ef þig dreymir um að kanna nálægar eyjar og lönd. Það er sem dæmi auðvelt og ódýrt að fljúga frá Ástralíu til Nýja Sjálands, Papúa Nýju-Gíneu, Indónesíu og Fiji. Að auki er margir frábærir áfangastaðir innan Ástralíu sem er vert að kanna. Nýttu tímann þegar þú ert ekki að lesa skólabækurnar og skelltu þér í ævintýralegt road trip á húsbíl!

Dreymir þig um að stunda nám í Ástralíu? Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér persónulega og fría ráðgjöf. Hann aðstoðar þig við að finna draumanámið og skólann ásamt því að aðstoða þig við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu. Hann aðstoðar þig allt frá þinni fyrstu spurningu og þar til námi þínu líkur. 

Langar þig að stunda nám í Ástralíu?
Hafðu samband
Tengdar færslur
Hafa samband