Enskunám fyrir 14 til 16 ára

  • 11 apríl 2017
  • Eftir Erna
Enskunám fyrir 14 til 16 ára

Ert þú á aldrinum 14 - 16 ára? Langar þig að læra ensku eða bæta núverandi kunnáttu? Hvernig líst þér á að fara á tveggja vikna enskunámskeið í Bournemouth með þremur öðrum íslenskum nemendum næsta sumar?

Ferðin er frá 30.07.2017 til 12.08.2017 og það er laust pláss fyrir fjóra á aldrinum 14 til 16 ára.  Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða vilt bæta núverandi orðaforða þá erum við með það námskeið sem hentar þér.

Í upphafi námskeiðsins tekur þú stöðupróf og nota kennarar skólans Efekta iLab til að fylgjast með námsárangri þínum. Þannig er hægt að sérsníða námið alveg að þínum þörfum og veita þér tækifæri til að ná betri árangri á skemmri tíma. 

Enskuskóli í Bournemouth 14 - 16 ára

Frá 330.000 kr.
Enskuskóli í Bournemouth 14 - 16 ára
2 vikur
Innifalið er: flug, akstur til og frá flugvellinum, gisting á heimavist (gist er í fjögurra manna herbergi), 3 máltíðir á dag, enskuskóli í tvær vikur, allt námsefni, dagsferð til London laugardaginn 5. ágúst, skráningargjald og forfallarvernd
Viltu fá frekari upplýsingar eða skrá þig í ferðina

Kennslan fer fram frá mánudegi til föstudags - 20 kennslustundir á viku þar sem hver kennslustund er 40 mín. Þessa á milli er skemmtileg dagskrá í boði þar sem þú færð mörg frábær tækifæri til að æfa þig í enskunni. 

Dagskráin er eftirfarandi:

Vika 1

Bournemouth - vika 1

Á laugardeginum 5. ágúst er farið í dagsferð ásamt leiðsögumanni til London þar sem nemendur heimsækja öll helstu kennileiti borgarinnar. Sunnudagurinn er frjáls dagur og tilvalið að nýta hann til að kíkja á ströndina eða fara í verslunarferð í Bournemouth.

Vika 2

Bournemouth - vika 2

Um skólann

Skólinn er frábærlega staðsettur í Bournemouth, í um 10 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Að auki er stutt í miðbæinn þar sem þú finnur fjölda verslana, kaffihúsa, veitingastaða, kvikmynda- og leikhúsa. 

Gist er á heimavist skólans sem er í um 10 mínútna göngufjarlægð frá skólanum. Á virkum dögum er ákveðin dagskrá frá kl. 8.45 - 15.20. Þar á eftir að frjáls tími til klukkan 18.00 en þá hefst kvöldmatur. Hægt er að fá leyfi til að fara út að kvöldmat loknum en þá þarft að láta staðarhaldara vita ásamt því að veita upplýsingar um hvert sé verið að fara og með hverjum. Allir verð að vera komnir inn á heimavist fyrir klukkan 22.00 á kvöldin.

Gagnlegar upplýsingar

  • Ferðin er fyrir einstaklinga á aldrinum 14 til 16 ára.
  • Ferðatímabilið er frá 30. júlí til 12. ágúst 2017.
  • Ferðin er fyrir fjóra og er hún hugsuð sem valkostur fyrir fólk sem langar að læra ensku en vill ekki fara eitt í enskuskóla.
  • Það er skylda fyrir alla sem skrá sig í ferðina að vera með ferðatryggingu - það er á ábyrgð þátttakanda.
  • Verðið er frá 330.000 kr. á mann en getur hækkað eftir því sem nær líður eða gengi breytist. Það borgar sig því að bóka og greiða sem fyrst til þess að fá þetta verð.
  • Skráningarfrestur er til 10. maí
Langar þig að læra ensku?
Hafðu samband
Hafa samband