5 ástæður fyrir því að stunda nám í Curtin University

5 ástæður fyrir því að stunda nám í Curtin University

Ert þú að íhuga það að stunda nám erlendis? Það er margt í boði og við skiljum að það getur verið erfitt að velja áfangastað, skóla og nám. Til að gera leit þína aðeins auðveldari höfum við listað upp 5 góðar ástæður fyrir því að stunda nám við Curtin University í Perth, Ástralíu.

1. Hágæða heilbrigðisvísindanám

Ef þig langar að stunda nám innan heilbrigðisvísinda þá er Curtin University góður valkostur. Háskólinn er þekktur fyrir hágæða nám á sviði heilbrigðisvísinda en þar má meðal annars nefna lyfjafræði, sjúkraþjálfun og lífvísindi.

 

2. Frábært námsmannalíf

Háskólasvæði Curtin University býður upp á hágæða aðstöðu fyrir nemendur bæði í og utan kennslu. Þar finnur þú fallega garða, verslanir og kaffihús. Að auki er þar frábær líkamsræktarstöð ásamt því að þú færð tækifæri til að verða hluti af íþróttaliði t.d. körfubolta-, rugby-, fótbolta- eða blaðliði. Einstakt tækifæri til að kynnast samnemendum þínum á saman tíma og þú stunda áhugamálið. 

3. Perth er frábær námsmannaborg

Að stunda nám erlendis snýst ekki bara um það að vera á háskólasvæðinu og læra. Þú verður einnig að kanna borgina. Perth laðar til sín fjölda nemenda og er hún þekkt fyrir fjölbreytta afþreyingarmöguleika og líflegt næturlíf. Ekki sleppa því að kíkja í Northbrigde hverfið og mundu eftir skilríkjunum.

Þá er einnig frábært að kíkja á „Sunday Session” en þar færð þú tækifæri til að hlusta á lifandi tónlist í afslöppuðu umhverfi. 

Perth Octoberfest Partygoers

Nokkrar bruggverksmiðjur eru staðsettar í Perth og Fremantle, þar á meðal uppáhald heimamanna, Little Creatures. Við mælum með því að þú kíkir allavega einu sinni þangað á meðan þú stundar nám við Curtin University.

4. Margt að sjá í kringum Perth

Þegar þú stundar nám í Ástralíu, sama hvaða borg þú velur, þá er tilvalið að ferðast út fyrir borgina og upplifa einstök ævintýri. Vesturströnd Ástralíu er einstaklega falleg - leigðu bíl eða húsbíl og skelltu þér í epískt road trip þar sem þú heimsækir Kalibarri þjóðgarðinn, fylgist með höfrungunum í Monkey Mia og kafar með hvalháfum við Ningaloo Reef.

Dyk med hvalhajer i Australien

5. Frábært tengslanet

Sem nemandi við Curtin University færð þú hágæða kennslu og tækifæri til að starfa á alþjóðlegum vettvangi. Curtin starfar með með yfir 90 stofnunum um allan heim en þar á meðal er Alcoa, Alzheimer's Australia, Bankwest, BHP Billiton, Cancer Council Western Australia, Chevron, CSIRO, Rio Tinto, the Water Corporation og Woodside sem þýðir að nemendur skólans vinna oftast að raunverulegum verkefnum í námi sínu.

Þú finnur nánari upplýsingar um Curtin University hér:

Langar þig að fá frekari upplýsingar um Curtin University
Hafðu samband

Hafðu samband

Hafa samband