Hvar er best að læra í Norður-Ameríku?

Hvar er best að læra í Norður-Ameríku?

Norður-Ameríka er heill ævintýraheimur hvort sem þú hefur hug á að læra þar eða ferðast. Fjölbreytileiki einkennir menningu og loftslag Norður-Ameríku svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þú ert að leitast eftir snævi þöktum fjallstoppum, iðandi stórborgum eða hvítum og hlýjum ströndum.

Bandarískir og kanadískir skólar hafa háa akademíska staðla en bjóða einnig upp á spennandi möguleika samhliða náminu, þú getur t.d. stundað uppáhalds íþróttirnar þínar eða eytt meiri tíma í áhugamálin þín með því að ganga í félög innan háskólans. Í Norður-Ameríku munt þú hafa meira val og fleiri tækifæri en nokkurs staðar í heiminum!

Vesturströnd Bandaríkjanna og Hawaii

Vesturströnd Bandaríkjanna er í raun samheiti yfir heitar strendur, brimbretti og afslappaðan lífsstíl. Hér finnur þú háskóla í fremstu röð og frábæra ódýra ríkisskóla og þú getur lært hvað sem er á öllum námsstigum. Vesturströndin er staðurinn fyrir þig ef þú vilt njóta sólarinnar allan ársins hring og læra á brimbretti samhliða háskólanáminu!

Njóttu sólarinnar á sama tíma og þú lærir - nám í USA

Samstarfsháskólar okkar á vesturströndinni eru:

Austurströnd Bandaríkjanna

Austurströndin býr yfir ótrúlegri náttúru, fallegum ströndum, litlum fiskiflóum, fjöllum og þjóðgörðum. Það sem kemur þó yfirleitt fyrst upp í hugann er New York, viðskipti, hraði, tíska, verslun, saga og menning. Austurströndin er rétti staðurinn ef þú vilt upplifa stórborgir og vera hluti af hringiðunni dag og nótt.

Stundaðu nám í borginni sem aldrei sefur - nám í New York

Samstarfsháskólar okkar á austurströndinni eru:

Kanada

Kanada er frábær áfangastaður sem dregur að allskonar fólk á öllum aldri. Kanadabúar eru mjög vinalegir og gestrisnir og borgir eins og Vancouver, Toronto og Montreal eru frábærar háskólaborgir. Kanada er drauma áfangastaður fyrir þá sem vilja upplifa magnað landslag og hafa gaman af útivist.

Náttúran er handan við hornið - nám í Kanada

Samstarfsháskólar okkar í Kanada eru:

Ertu ekki viss um hvað þú vilt læra? 

Ekki hafa áhyggjur þó þú vitir ekki hvað næsta skref er. Sérfræðingur okkar hjálpar nemendum að finna draumanámið sitt erlendis daglega. Komdu á námskynningu nú í janúar og kynntu þér þá möguleika sem standa þér til boða í Norður-Ameríku.

Upplýsingar um næstu námskynningar

 

Tengdar færslur
Hafa samband