Frábært enskunám í Miami

Frábært enskunám í Miami

Langar þig að læra ensku eða bæta núverandi kunnáttu? Hvort sem þú ert algjör byrjandi eða vilt bæta orðaforðann þá erum við með námskeiðið fyrir þig í Miami.

Enskuskólinn í Miami hefur magnaða staðsetningu alveg við ströndina og rétt hjá Ocean Drive á South Beach þar sem allt iðar af lífi. Þá er einnig stutt í verslanir og frábæra veitingastaði.

Öll aðstaða og aðbúnaður skólans er til fyrirmyndar og býður hann upp á úrvals kennslu fyrir bæði byrjendur sem og lengra komna. Námið er algjörlega sérsniðið að þínum þörfum og nærð þú þannig betri árangri á skemmri tíma. Að auki býður skólinn upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla nemendur eins og blak á ströndinni, grill veislur og helgaferðir á spennandi staði.

Slakaðu á á ströndinni á milli tíma í Miami - KILROY

Gistingin

Nemendur geta valið á milli þess að gista hjá fjölskyldu eða á heimavist skólans sem er í sama húsi og skólinn sjálfur. Flestir nemendurnir í Miami velja að gista á heimavistinni sem er frábær. Þar færð þú aðgang að sundlaug í garðinum og ert rétt við ströndina. Þar er einnig auðvelt að kynnast öðrum nemendum. Þú getur valið á milli þess að gista í herbergi með 1-3 nemendum af sama kyni eða í einkaherbergi, en það kostar aukalega. 

Sundlaugin við enskuskólann í Miami - KILROY

Lágmarksaldur er 16 ára og er lágmarksdvöl 2 vikur en mælt er með að fara í 4-5 vikur til að fá sem mest út úr dvölinni. 

Athugaðu að við bjóðum einnig upp á enskuskóla í mörgum öðrum borgum. Ef þú vilt frekari upplýsingar um þær borgir sem eru í boði þá ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Vilt þú nánari upplýsingar um enskuskólann í Miami?
Hafðu samband
Hafa samband